Tapaði fimmtíu milljónum króna

Fljótsdalshreppur tapaði um fimmtíu milljónum króna við hrun bankakerfisins í haust. Fjármunirnir voru í Peningamarkaðssjóði í eignastýringu hjá Landsbankanum. Ekki er enn ljóst hvernig öðrum fjármunum sem voru í eignastýringunni reiðir af, því hluti skuldabréfasjóða hefur ekki enn verið opnaður fyrir markaði. Um 2/3 fjármuna félagsins voru ávaxtaðir á innlánsreikningum í bankanum og urðu ekki fyrir skakkaföllum við hrunið.

225629_218_preview.jpg

Frá þessu greinir í apríl-fréttabréfi Fljótsdalshrepps. Þar kemur jafnframt fram að gert er ráð fyrir ríflega 27 milljóna króna tapi af rekstri hreppsins á árinu. Sveitarstjórn samþykkti fjárhagsáætlun ársins í lok janúar. Í áætluninni er gert ráð fyrir 75 milljónum króna til framkvæmda á árinu. Fyrirferðarmest eru framhald ljósleiðaralagna í sveitinni og uppbygging í Laugarfelli.

 

Við gerð fjárhagsáætlunar samþykkti sveitarstjórn að lækka útsvar úr 13,03% í 12%. Einnig var samþykkt að halda gjaldskrám óbreyttum. Þrátt fyrir að sveitarfélagið vilji með þessum hætti koma til móts við íbúa og taka á sig tekjulækkun, er fjárhagur talinn verða vel viðunandi næsta ár.

 

Afborganir af lánum nema 13,5 milljónum króna vegna láns frá Landsvirkjun vegna endurbóta á Végarði og vegna félagslegra íbúða á Hallormsstað. Engin lántaka er fyrirhuguð í ár.

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.