Undirskriftasöfnun gegn HSA
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. apr 2009 13:03 • Uppfært 08. jan 2016 19:20
Hafin er undirskriftasöfnun á Eskifirði þar sem skorað er á yfirstjórn Heilbrigðisstofnunar Austurlands að segja af sér. Ástæðan er reiði íbúa yfir þeirri ákvörðun stofnunarinnar að fá lögreglu og í kjölfarið ríkissaksóknara til að rannsaka embættisfærslu yfirlæknis Heilsugæslu Fjarðabyggðar, en íbúar telja meintar ávirðingar læknisins úr lausu lofti gripnar af HSA. Lögreglan á Eskifirði og ríkissaksóknari hafa sem kunnugt er fallið frá rannsókn. Íbúarnir vilja nú að stjórnendur HSA axli ábyrgð.
Undirskriftarlistar liggja frammi í öllum þéttbýliskjörnum Fjarðabyggðar og til stendur að ganga í hús með listana á næstunni.