Guttormslundur grisjaður í síðasta sinn

Þriðjudaginn 28. apríl var hinn sjötíu ára gamli Guttormslundur á Hallormsstað grisjaður í síðasta sinn.

Gróðursett var til Guttormslundar árið 1938 og er hann því rúmlega sjötugur. Hann er um hektari að flatarmáli og upphaflega voru gróðursettar þar um 5000 lerkiplöntur. Hann hefur verið grisjaður nokkrum sinnum, fyrst 1952 en síðast 1996 niður í rúmlega 600 tré. Við grisjunina nú verður um helmingur trjánna felldur og munu því standa eftir rúmlega 300 tré, en það er hæfilegur fjöldi miðað við hæð trjánna, sem er tæplega 20 metrar að meðaltali. Hæstu trén eru rúmlega 22 metrar.

lumburjakar1l.jpg

 

 

 

Allar grisjanir í lundinum hafa verið samviskusamlega skráðar í sömu bókina og því er til gott yfirlit yfir sögu trjánna í lundinum. Meirihluti viðarins verður sagaður niður í borð og planka, en biðlisti er eftir að fá að kaupa lerkivið úr íslenskum skógum. Eftir grisjunina verður skógurinn bjartari og trén sem eftir standa fá meira vaxtarrými. Mikið er af nýgræðingi í skógarbotninum, bæði af lerki og reyniviði, og mun vöxtur hans væntanlega aukast einnig með aukinni birtu.

 

 Þrír fyrrverandi skógarverðir í Hallormsstaðaskógi og núverandi skógarvörður voru meðal þeirra sem voru viðstaddir grisjunina. Þetta voru þeir Sigurður Blöndal, Þórarinn Benedikz, Jón Loftsson og núverandi skógarvörður, Þór Þorfinnsson.

 

 

Myndirnar voru teknar af Þresti Eysteinssyni við upphaf skógarhöggs þann 28. apríl 2009.

 

www.skogur.is

 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.