Útivistartími tekur breytingum

Útivistartími barna og unglinga tók breytingum í gær, 1. maí. Frá þeim tíma mega börn 12 ára og yngri vera úti til klukkan 22 og unglingar 13 til 16 ára mega vera úti til miðnættis. Börn mega ekki vera á almannafæri utan fyrrgreinds tíma nema í fylgd með fullorðnum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

42-17229583.jpg

 

Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndarlögum. Þeim er meðal annars ætlað að tryggja nægan svefn. Þó svo svefnþörfin sé einstaklingsbundin má ætla að börn og unglingar á grunnskólaaldri þurfi tíu tíma svefn á nóttu.

 

Bregða má út af reglunum fyrir eldri hópinn þegar unglingar eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðssamkomu. Aldur miðast við fæðingarár.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.