Laufey og Örn í Húsey klettarnir í ferðaþjónustunni

laufey_orn_husey_kletturinn12_web.jpg
Farfuglaheimilið í Húsey, sem Örn Þorleifsson og Laufey Ólafsdóttir reka, fékk nýverið verðlaunin „Kletturinn“ sem veitt eru af Ferðamálasamtökum Austurlands. Verðlaunin eru veitt þeim sem árum saman hafa staðið í framlínu austfirskrar ferðaþjónustu.
 

Lesa meira

Ben Stiller ætlar að taka kvikmynd á Seyðisfirði

ben_stiller_web.jpg

Senur í væntanlega kvikmynd bandaríska stórleikarans og leikstjórans Ben Stillers verða teknar á Seyðisfirði í haust. Gert er ráð fyrir rúmlega 200 manna fylgdarliði í bæinn og töluverðum umsvifum í bænum í kringum tökurnar.

 

Lesa meira

Janne álforstjóri: Ég er miklu meiri Íslendingur en Dani

janne_sigurdsson_web.jpg
Janne Sigurðsson, sem fyrr á árinu tók við stöðu forstjóra Alcoa á Íslandi eftir að hafa verið stýrt álverinu á Reyðarfirði, kann hvergi betur við sig en á Eskifirði þrátt fyrir að vera alin upp í Danmörku. Hingað flutti hún fyrst í ævintýraþrá til að vinna í fiski en varð samstundis ástfangin af svæðinu.

Lesa meira

Ingunn Snædal: Ég er komin með malbiksofnæmi

copy_of_pict3852.jpg
Ingunn Snædal, skáld og kennari, segist ekki geta hugsað sér að flytja aftur til Reykjavíkur. Hún getur heldur ekki hugsað sér að halda áfram í stjórnmálum. Hún heldur áfram að skrifa og tekst í verkum sínum á við breyttar aðstæður í sínu nánasta umhverfi.

Lesa meira

Þrír klassískir Austfirðingar

hreint_isl_og_blom_og_myndir_a_m_nafni_strax_svart.jpg

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson, söngkonan Erla Dóra Vogler og flautuleikarinn Hildur Þórðardóttir halda þrenna tónleika á Austurlandi fyrir páskana á Stöðvarfirði, Norðfirði og Egilsstöðum. Efnisskráin samanstendur af blandaðri tónlist fyrir gítar, söng og þverflautu en áhersla er lögð á hljómfagra spænska tónlist.

 

Lesa meira

Nóg að gerast á Austurlandi um páskana

oddsskard_skidi.jpg
Austfirskir ferðaþjónustuaðilar hafa sett saman ríkulega skemmtidagskrá yfir páskahelgina. Opið er á skíðasvæðum, sýningar í menningarmiðstöðvum og gönguferðir svo dæmi séu nefnd.

Lesa meira

Eastwood blekkti ekki Austfirðinga

clint_eastwood.jpg
Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið blekkjast af aprílgabbi Austurgluggans um að Clint Eastwood væri að leita að leikurum í nýjustu stórmynd sína sem tekin yrði á Austurlandi. Boðað var til prufa á Hótel Héraði í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.