Þrír klassískir Austfirðingar

hreint_isl_og_blom_og_myndir_a_m_nafni_strax_svart.jpg

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson, söngkonan Erla Dóra Vogler og flautuleikarinn Hildur Þórðardóttir halda þrenna tónleika á Austurlandi fyrir páskana á Stöðvarfirði, Norðfirði og Egilsstöðum. Efnisskráin samanstendur af blandaðri tónlist fyrir gítar, söng og þverflautu en áhersla er lögð á hljómfagra spænska tónlist.

 

Tónleikarnir verða sem hér segir:
Þriðjudaginn 3. apríl, kl. 20:00 - Frystihúsinu, Stöðvarfirði
Miðvikudaginn 4. apríl, kl. 20:00 - Safnaðarheimili Norðfjarðarkirkju, Neskaupstað
Föstudaginn 6. apríl, kl. 17:00 - Sláturhúsinu, Egilsstöðum

Miðaverð er 1.500 kr. Frítt fyrir 12 ára og yngri sem og nemendur við tónlistarskóla á Austurlandi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.