Álfheimar verðlaunaðir fyrir frumkvöðlastarf í austfirskri ferðaþjónustu

arngrimurvidar_thorey_ferdafrumkvodlar12_web.jpg
Ferðaþjónustan Álfheimar á Borgarfirði fékk nýverið frumkvöðlaverðlaun Ferðamálasamtaka Austurlands. Álfheimar hafa byggt upp heildstæða ferðaþjónustu sem miðar að því að ferðmenn dveljist í nokkra daga á staðnum.

Það eru Arngrímur Viðar Ásgeirsson og Þórey Sigurðardóttir sem standa að baki Álfheimum ásamt foreldrum Arngríms, Ásgeiri Arngrímssyni og Jóhönnu Borgfjörð.
 
Fyrirtækið var stofnað árið 2008 og býður upp meðal annars upp á gönguferðir og gistingu á staðnum. Það hefur byggt upp heildstæða ferðaþjónustu „sem miðar að því að gestirnir dveljist nokkra daga á Borgarfirði og nágrenni og upplifi náttúru og mannlíf svæðisins.“

Það var Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, sem afhenti verðlaunin á aðalfundi samtakanna á Eskfirði.
 
„Viðurkenningin Frumkvöðullinn er veitt þeim aðilum sem sýna áræðni og hugmyndaauðgi við uppbyggingu á þjónustu fyrir ferðamenn og stuðla með verkum sínum að aukinni fjölbreytni í atvinnugreininni á Austurlandi. Með framtaki sínu og frumkvæði ryðja þeir brautina og eru öðrum sem vinna við ferðaþjónustu nauðsynleg hvatning til dáða.“ 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.