Eastwood blekkti ekki Austfirðinga

clint_eastwood.jpg
Ekki er vitað til þess að nokkur hafi látið blekkjast af aprílgabbi Austurgluggans um að Clint Eastwood væri að leita að leikurum í nýjustu stórmynd sína sem tekin yrði á Austurlandi. Boðað var til prufa á Hótel Héraði í gær.

„Neibb,“ var svar Ragnars Sigurðssonar, ritstjóra Austurgluggans þegar Agl.is innti hann eftir því hvort nokkur hefði mætt í prufurnar. Nokkrir aðrir fjölmiðlar sögðu frá gabbinu en gerðu sér vel grein fyrir að um plat væri að ræða.

Eins og Agl.is greindi frá í gær átti Eastwood að hafa verið eystra að undanförnu við að leita að hentugum tökustöðum fyrir mynd sem byggði á tölvuleiknum World of Warcraft.

Fleiri fjölmiðlar buðu upp á leikaraprufur. Fréttastofa Sjónvarpsins sagði frá því að tökur á nýjustu stórmynd Jason Stathams hefðu staðið yfir í Lundarreykjadal og leitað væri að leikurum í síðasta atriðið sem yrði tekið upp hérlendis, þorrablót.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.