Nóg að gerast á Austurlandi um páskana

oddsskard_skidi.jpg
Austfirskir ferðaþjónustuaðilar hafa sett saman ríkulega skemmtidagskrá yfir páskahelgina. Opið er á skíðasvæðum, sýningar í menningarmiðstöðvum og gönguferðir svo dæmi séu nefnd.

6. apríl.  Föstudagurinn langi  
Þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina í Oddsskarði
Píslarganga á skíðum.  Ræðst af snjóalögum hvar gengið verður. Nánar auglýst á heimasíðu Ferðafélags Fjarðamanna www.simnet.is/ffau   
Píslarganga frá Valþjófsstað Fljótsdal í Skriðuklaustur kl. 11. Sýningar og veitingar í Klausturkaffi flesta daga páskanna. Einnig opið í Snæfellsstofu að hluta um páskana.
Páskadansleikur í Egilsbúð í Neskaupstað: Matti Papi og Ingó Veðurguð

7. apríl.  Laugardagur 
Páskaeggjaleit á Mjóeyri á Eskifirði fyrir 12 ára og yngri.
Snjósleðaferð undir leiðsögn um Hellisfjörð og Oddsdal og út á Gerpissvæðið (umsjón ferðaþjónustan á Mjóeyri).
Risastórsvig í Oddsskarði fyrir 16 ára og eldri í minningu Gunnars Ólafssonar. Við hvetjum gesti til að mæta með bjöllur, flautur og jóðla meðan keppendur bruna hjá. 
Tónlist og notaleg stemning í sundlauginni í Neskaupstað
Opið í Safnahúsinu og  í félagsmiðstöðinni Atóm
Tíróla stemning í Oddsskarði fram á kvöld, tónlist, veitingar og flugeldasýning. Ekta Tíróla tónlist um allar brekkur í anda Ómars Skarphéðinssonar. 
Páskabingó í Herðubreið Seyðisfirði kl. 16.
Páskatónleikar  í Herðubreið Seyðisfirði með KK og Ellen Kristjánsdóttir, ásamt fjölskyldu og vinum kl.20:00.

Sunnudagurinn 8. apríl. Páskadagur
06:00  Hátíðarganga út í Páskahelli í Norðfirði. Mæting við vitann á Bakkabökkum. Fararstjóri: Ína Gísladóttir.
Fjölskylduganga á Grænafell í Reyðarfirði þar sem páskaeggið er opnað. Mæting við Geithúsárgil. Fararstjóri: Róbert Beck. 
Sparifatadagur í Oddskarði. Allir að mæta í sínu fínasta pússi í tilefni dagsins. Páskaeggjamót fyrir 8 ára og yngri. Allir fá páskaegg í lok keppni. 
Tónlist og notaleg stemning í sundlauginni á Eskifirði
Opið í Sjóminjasafninu á Eskifirði 
Heimildamyndin Veturhús um bresku hermennina sem urðu úti á Eskifjarðarheiði árið 1942 verður frumsýnd á Stöð 2.
Ferðafélag Djúpavogs - Ganga á Páskadag kl. 13 
Ferðafélag Fljótsdalshéraðs - Ganga á Páskadag kl. 10
Páskaball með Hvanndalsbræðrum í Valaskjálf Egilsstöðum.

Mánudaginn 9. apríl. Annar í páskum
Kjötsúpukveðjuhátíð í Oddsskarði. Súpa seld í skálanum, allur ágóði rennu til björgunarsveitarinnar Gerpis á Norðfirði.  

Nánari upplýsingar um dagskrá og opnun í Austfirsku Ölpunum í Oddsskarði eru á www.oddsskard.is
Upplýsingar um dagskrá á Seyðisfirði um Páskana má finna á www.sfk.is  
Almennar upplýsingar er einnig að finna á www.east.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.