Skriðuklaustur um páskana: Flæði, Lagarfljótsormurinn og Píslarganga

skriduklaustur.jpg

Tvær sýningar voru opnaðar á Skriðuklaustri á pálmasunnudag og verða opnar yfir páskana. Árleg píslarganga verður gengin á föstudag.

 

Annars vegar er það sýningin Flæði í gallerí Klaustri sem er unnin af Ólöfu Björk Bragadóttur (Lóa) í samvinnu við Sigurð Ingólfsson ljóðskáld. Lagarfljótið og litaspil þess er uppspretta hugmynda að verkinu Flæði og þeim málverkum sem Lóa sýnir. Sífelld hreyfing, form, hljómur og litaspil fljótsins á mismunandi árstíðum eru þeir meginþættir sem liggja til grundvallar. 

Hin sýningin er sýning um Lagarfljótsorminn. Þessi sýning var áður sett upp sumarið 2007 en gengur nú í endurnýjun lífdaga í kjölfar heimsfrægðar ormsins í netheimum. 

Opið verður um páskana á Skriðuklaustri á sýningar og í hádegisverð og kaffihlaðborð hjáKlausturkaffi sem hér segir: Kl. 12-17, föstudaginn langa,laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum. Lokað á skírdag og páskadag.

Árleg píslarganga Gunnarsstofnunar í samvinnu við prestana á Héraði verður frá Valþjófsstaðarkirkju í Skriðuklaustur á föstudaginn langa kl. 11. Snæfellsstofa verður einnig opin laugardaginn 7. apríl og á annan í páskum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar