Sláttur hafinn á Fljótsdalshéraði
Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum á Völlum hóf slátt í dag. Sæmileg spretta er á stykkinu sem Gunnar sló nú, eins og sjá má.
Gunnar Jónsson bóndi á Egilsstöðum á Völlum hóf slátt í dag. Sæmileg spretta er á stykkinu sem Gunnar sló nú, eins og sjá má.
Um eitt hundrað ungmenni eru í sumarvinnu hjá Alcoa Fjarðaáli á
Reyðarfirði og eru flest þeirra framhaldsskóla eða háskólaskólanemar.
Fyrirtækinu bárust um 500 umsóknir í sumarstörf í sumar.
Karl Sveinsson, útgerðarmaður á Borgarfirði, fékk hvatningarverðlaun Þróunarfélags Austurlands þegar þau voru afhent fyrir skemmstu. Karl hefur stundað útgerð á Borgarfirði í 35 ár en hann hefur einnig spreytt sig í öðrum atvinnugreinum, til dæmis gæsarækt og kaffihúsarekstri.
Ný lög um úthlutun hreindýraarðs þýða að aðeins er heimilt að úthluta
arði til þeirra sem leyfa veiðar á landi sínu allt veiðitímabilið.
Eigendur eða ábúendur jarða verða að tilkynna Umhverfisstofnun það fyrir
1. júlí ár hvert hvort þeir heimili veiðar á landi sínu.
Félagar í AFLi Starfsgreinafélagi hafa samþykkt nýjan kjarasamning við Alcoa til þriggja ára. Í samningnum er meðal annars kveðið á um stofnum Stóriðjuskóla Fjarðaáls sem taka á til starfa á næsta ári.
Héraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni karlmann fyrir að hafa farið inn
á heimili fyrrverandi sambýliskonu sinnar og tekið þaðan ýmsan húsbúnað
sem hann taldi sig eiga.
Ferðaþjónustuaðilar á Hallormsstað og í Fljótsdal hafa stofnað til
klasasamstarfs til að efla ferðaþjónustu á Upphéraði með sameiginlegri
kynningu og áætlanaferðum frá Egilsstöðum. Í dag hófust ferðirnar á
vegum Tanna Travel og verða þrjár ferðir á dag milli Egilsstaða og
Végarðs í Fljótsdal allt til 3. ágúst.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.