Díoxínsýni tekin í Reyðarfirði
Niðurstaðna úr mælingum á magni díoxíns í jarðvegi við álverið í
Reyðarfirði er að vænta seinni part júnímánaðar. Sýnataka hefur staðið
yfir seinustu tvær vikur víða um land í átaki Umhverfisstofnunar.
Niðurstaðna úr mælingum á magni díoxíns í jarðvegi við álverið í
Reyðarfirði er að vænta seinni part júnímánaðar. Sýnataka hefur staðið
yfir seinustu tvær vikur víða um land í átaki Umhverfisstofnunar.
Ólafur Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar,
segist mjög ósáttur við að útkoman á rekstri sveitarfélagsins hafi verið
20 milljónum lakari en ráð var fyrir gert á seinast ári. Skömmu fyrir
kosningar hafi forsvarsmenn sveitarfélagsins skort pólitískt hugrekki
til að ráðast í nauðsynlegan niðurskurð í skólamálum.
Sannkallað vetrarríki ríkir víða á Austurlandi þótt mánuður sé frá sumardeginum fyrsta. Ófært er til Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Vopnafjarðar.
Lögreglan á Egilsstöðum rannsakar nauðgunarkæru sem lögð var fram um
seinustu helgi. Kona kærði karlmann sem hún segir hafa brotist inn til
sín aðfaranótt sunnudags. Lögreglan rannasakar einnig kæru vegna
dýraníðs.
Hópur áhugamanna á Seyðisfirði hefur hrundið af stað söfnun fyrir
stofnfé álkaplaverksmiðju. Seyðfirðingar eru óánægðir með framtaksleysi
Framtakssjóðs Íslands sem ekki vildi styðja við uppbyggingu
verksmiðjunnar.
Ólafur Hr. Sigurðsson, fráfarandi bæjarstjóri Seyðisfjarðarkaupstaðar, segir það verst af öllu við að standa upp úr bæjarstjórastólnum að þurfa hugsanlega að leita sér vinnu utan Seyðisfjarðar.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar segir tímaritið Frjálsa verslun vart hafa
viðhaft „vísindaleg vinnubrögð“ þegar bornir voru saman framhaldsskólar
landsins í úttekt í nýjasta tölublaði þess. Verkmenntaskóli Austurlands
varð þar í neðsta sæti.
Ólafur Hr. Sigurðsson sagði af sér sem bæjarstjóri
Seyðisfjarðarkaupstaðar á fundi bæjarráðs í gærkvöldi. Hann segist með
þessu axla ábyrgð á vondri niðurstöðu á seinasta fjárhagsári. Hann njóti
heldur ekki fulls trausts meirihlutans.
Humarvertíðin hófst 10. apríl og er leyfilegt að veiða 2300 tonn en
vertíðin stendur fram á haust. Kvóti Skinneyjar Þinganess á Höfn í
Hornafirði er um 650 tonn og segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri að
veiðarnar hafi gengið vel til þessa.
Óveður og ófærð er enn víða á Austurlandi og snjó kyngir niður. Ungmenna- og íþróttasamband Austurlands sendi í morgun frá sér tilkynningu um töluvert mikið breytta dagskrá unglingalandsmótsins um verslunarmannahelgina þar sem tekið er mið af núverandi veðuraðstæðum.
Mikil eftirspurn er eftir vinnuafli á Borgarfirði eystri þessa dagana og
anna Borgfirðingar henni ekki allri sjálfri. Erfitt er samt að
fullnægja eftirspurninni þar sem íbúðarhúsnæði vantar líka.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.