Orkumálinn 2024

Austfirðingar þurfa að sæta meiri takmörkunum á ferðum en íbúar annarra landshluta

fjardarheidi 30012013 0075 webAustfirskar sveitastjórnir gagnrýna harðlega ákvörðun Vegagerðarinnar um að fækka mokstursdögum á Möðrudalsöræfum og Vopnafjarðarheiði úr sex í tvo. Bent er á að ákvörðunin hafi neikvæð áhrif á bæði mann- og atvinnulíf í fjórðungnum.

Ákvörðunin var til umræðu hjá hreppsnefnd Vopnafjarðarhrepps og bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs í gærkvöldi.

„Ákvörðun af þessum toga hefur mikil og slæm áhrif á fyrirtæki og einstaklinga, sem reiða sig á að samgöngur um þessar leiðir séu í lagi. Ástand þetta hefur veruleg áhrif á öryggi í rekstri fyrirtækja og þá þjónustu sem þau veita, hvort heldur er í verslun eða þjónustu," segir í bókun Vopnafjarðarhrepps.

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs bendir á að Austfirðingar þurfi að sæta frekari takmörkunum heldur en íbúar annarra landshliða.

„Tengingar við heilbrigðisstofnanir eru takmarkaðar, dagvöru- og fiskflutningar hafa riðlast, auk þess sem að íbúum á Austurlandi er á vissan hátt gert að sæta meiri takmörkun hvað ferðamöguleika varðar en íbúar annarra landshluta þurfa að búa við."

Báðar hvetja Vegagerðina til að endurskoða ákvörðunina og halda leiðunum opnum sex daga vikunnar eins og ráð er fyrir gert.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.