Lögreglan fjarlægði matarrauðvín úr sölu í Nettó

netto egs 0005 webLögreglan á Egilsstöðum skoðar nú hvort áfengislög hafi verið brotin með sölu matarrauðvíns í Nettó á Egilsstöðum. Verslunarstjórinn segir að vínið hafi áður verið fjarlægt tímabundið úr íslenskum matvöruverslunum en ekki reynst innistæða fyrir að halda því þaðan.

„Við erum að skoða þetta mál. Þetta er spurning um brot á áfengislögum," segir Óskar Bjartmarz, yfirlögregluþjónn í Seyðisfjarðarumdæmi.

Um er að ræða matarrauðvín sem inniheldur 11% vínanda og er selt sem bökunarvara. „Það kom ábending um að þetta væri til sölu og við fórum og fengum þetta afhent."

Heiðar Róbert Birnuson, verslunarstjóri í Nettó á Egilsstöðum, segir að vörunni hafi verið kippt úr sölu um leið og lögreglan gerði athugasemdina í morgun.

„Við tökum svona ábendingum fagnandi og skoðum málið. Vörunni var kippt úr sölu og verður ekki aftur í búðinni fyrr en niðurstaða er komin í málið."

Hann segir að áður hafi verið gerð athugasemd við sölu matarvínsins í íslenskum verslunum og það tekið í sölu en niðurstaðan ávallt verið sú að salan væri leyfð áfram.

„Þetta er ekki áfengur drykkur heldur áfeng vara til matargerðar. Það inniheldur mikið af kryddi, salti og pipar og er ekki drekkandi."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.