Orkumálinn 2024

Hefja fiskvinnslu á Stöðvarfirði: Vilja vinna fiskinn sem landað er í byggðarlaginu

egill steingrimsson stfj 0007 webFeðgarnir Egill Steingrímsson og Steingrímur Jóhannsson eru að koma upp fiskvinnslu í gamla frystihúsinu á Stöðvarfirði til að vinna úr því hráefni sem landað er á staðnum og selja Austfirðingum.

„Við erum að reyna að koma upp lítilli fiskvinnslu til að þurfa ekki að horfa á eftir þeim tæplega 5000 tonnum sem er landað hér á hverju ári úr bæjarfélaginu," segir Egill.

Unnið hefur verið að uppsetningu vinnslunnar í litlu rými í gamla frystihúsinu undanfarna mánuði en vonast er til að hún verði komin í gang um næstu mánaðarmót.

Egill segist hafa fundið fyrir áhuga og stuðningi við verkefnið þar sem margir hafi verið viljugir til að leggja þeim nauðsynleg tæki.

„Við fengum flökunarborð frá Fiskmarkaði Austurlands og frystirinn úr gamla Kaupfélaginu hér sem hafði staðið ónotaður í fleiri, fleiri ár. Tækin hafa safnast saman úr ólíkum áttum og menn hafa verið afar hjálpsamir við að lána okkur borð og fleira."

Markhópur þeirra er heimamarkaður. „Okkur langar til að framleiða fisk ofan í fólk hér fyrir austan og ferðafólk. Við bjóðum ferskan fisk beint úr sjónum og eins frosinn. Það fer allt eftir veðri og vindum hvernig fiskurinn kemur inn"

Egill vonast til að þegar fram líði stundir eigi vinnslan eftir að skapa atvinnu á staðnum. „Fyrst í stað verður þetta sjálfboðavinna en vonandi verða ráðnir alla veganna tveir starfsmenn þegar þetta verður komið af stað. Síðan veit maður ekkert um framhaldið."

Fiskurinn verður seldur undir merkjum ES fisks, bæði beint og í gegnum vefinn esfiskur.is. „Við viljum bjóða Austfirðingum upp á fisk sem landað er á Austfjörðum og unninn á Austfjörðum."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.