Mikill snjór skapar hættu við raflínur: Svakalegt álag á línumönnum

faskrudsfjardarlina 07032014 webLágt er undir rafmagnslínur víða á austfirskum heiðum eftir mikið fannfergi undanfarnar vikur. Línumenn Landsnets hafa á þriðja mánuð unnið sleitulaust að því að verja línur og gera við það sem hefur bilað.

„Þetta er mjög óvenjulegt ástand, að minnsta kosti í seinni tíð," segir Guðlaugur Sigurgeirsson, deildarstjóri netrekstrar hjá Landsneti.

Hættan sem útivistarfólki er búin í kringum línurnar er tvenns konar. Annars vegar er lágt upp í línurnar en hins vegar getur ísing hrunið af línumannvirkjum sé hún til staðar.

„Þessi hætta er við eiginlega við öll mannvirki á hálendi á Austurlandi. Við erum að tala um allar línur. Það er engin undantekning til.

Það er varhugavert að þvælast í kringum þessi mannvirki og við beinum því til útivistarfólks að gæta fyllstu varúðar."

Ísing og fannfergi hafa valdið skemmdum á rafveitumannvirkjunum. Staurastæðurnar geta gefið sig undan snjóþunga og raflínur og upphengibúnaður gefið sig undan ísingu og vindum.

Því hefur mikið mætt á línumönnum Landsnets. „Það er búið að vera svakalegt álag á þessum mannskap. Starfsmennirnir okkar hafa verið nánast alla daga og helgar frá því fyrir jól í að laga mannvirki sem hafa brotnað niður eða bilað."

Meðal annars hefur verið gripið til þess að senda mannskap af suðursvæði austur á land til aðstoðar. Bæði þarf að gera við en eins er beita fyrirbyggjandi aðgerðum eins og að brjóta ísinguna af línunum áður en þær slitna.

„Það er samt oft erfitt því menn eru að vinna í mikilli hæð þar sem erfitt er að komast að. Þar höfum við reynt að nýta sérstök tæki, til dæmis eigum við gröfu fyrir Hallormsstaðarháls sem er með sérstökum prjón."

Svona er umhorfs á línuleiðinni á milli Stuðla og Fáskrúðsfjarðar í dag. Mynd: Landsnet

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.