Helgi Hall: Vatnajökulsþjóðgarður er sýndarmennska

helgi_hall_naust11.jpgNáttúrufræðingurinn Helgi Hallgrímsson segir meira hugsað um ferðamenn heldur en náttúruna í Vatnajökulsþjóðgarði. Gestastofan á Skriðuklaustri er til marks um það. Öfgahópar í báðar áttir geri það að verkum að náttúruvernd á Íslandi hafi ekki verið jafn illa stödd í áratugi.

 

Lesa meira

Síldarvinnslan hlaut forvarnarverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar

svn_tm_vardbergid.jpgSíldarvinnslan hf. hlaut í ár Varðbergið, forvarnaverðlaun Tryggingamiðstöðvarinnar (TM). Verðlaunin, sem veitt hafa verið frá árinu 1999, eru veitt þeim viðskiptavini TM sem þykir skara fram úr á sviði forvarna gegn óhöppum os slysum.

 

Lesa meira

Hálfdán á Kvískerjum fyrstur til að hljóta Bláklukkuna

halldor_bjornsson_naust.jpgHálfdán Björnsson frá Kvískerjum varð um helgina fyrstur til að hljóta Bláklukkuna, viðurkenningu Náttúruverndarsamtaka Austurlands (NAUST), sem veitt er fyrir störf í þágu náttúruvísinda og náttúruverndar á Austurlandi. Hálfdán hefur verið einn fremsti fræðimaður Íslands í fugal- og skordýrafræðum þrátt fyrir að hafa aðeins hlotið takmarkaða menntun.

 

Lesa meira

Díoxínsýni tekin í Reyðarfirði

alcoa_dioxin.jpgNiðurstaðna úr mælingum á magni díoxíns í jarðvegi við álverið í Reyðarfirði er að vænta seinni part júnímánaðar. Sýnataka hefur staðið yfir seinustu tvær vikur víða um land í átaki Umhverfisstofnunar.

 

Lesa meira

Júnísnjór á austfirskum vegum

egs_snjor_09062011_0002_web.jpgSnjó fór að kyngja niður víða á Austurlandi, einkum inn til landsins, upp úr hádegi í dag. Heldur dró úr úrkomunni undir kvöld en vetrarlegt er víða um að litast.

 

Lesa meira

Bleikju og urriða fækkar í Lagarfljóti eftir virkjun

karahnjukar.jpgBleikjuveiði hefur minnkað í Lagarfljóti eftir að Kárahnjúkavirkjun kom til skjalanna. Vísbendingar eru um að auknu gruggi í fljótinu sé um að kenna. Annars staðar hafa myndast nýjar veiðilendur með í kjölfar vatnaflutninga.

 

Lesa meira

Seyðfirðingar safna sjálfir fyrir álkaplaverksmiðju

seyis.jpgHópur áhugamanna á Seyðisfirði hefur hrundið af stað söfnun fyrir stofnfé álkaplaverksmiðju. Seyðfirðingar eru óánægðir með framtaksleysi Framtakssjóðs Íslands sem ekki vildi styðja við uppbyggingu verksmiðjunnar.

 

Lesa meira

Hlaupið er eins og krabbameinsmeðferð: Alltaf eitthvað mótlæti

mfbm_uia_08062011_0055_web.jpgHlauparnir í áheitahlaupinu „Meðan fæturnir bera mig“ komu í Egilsstaði í dag í slyddu og roki. Austfirðingar hafa tekið vel á móti hópnum og hlaupið með á nokkrum köflum. Hlaupið er til styrktar Styrktarfélagi krabbameinssjúkra barna hringinn í kringum landið.
 

Lesa meira

Segja 100 störf í fiskvinnslu geta tapast í Fjarðabyggð

utvegsmannafundur_02062011_web.jpgAflaheimildir í Fjarðabyggð munu skerðast um rúm þrettán þúsund þorskígildistonn á ári miðað við tillögur ríkisstjórnarinnar um breytingar á kvótakerfinu. Eitt hundrað störf gætu tapast úr fjórðungnum. Útvegsmenn vilja að stjórnvöld setjist niður með þeim sem hagsmuna eiga að gæta í greininni og finni sameiginlega lausn.

 

Lesa meira

Humarinn skapar yfir 100 störf á Höfn í Hornafirði

humar_hofn_web.jpgHumarvertíðin hófst 10. apríl og er leyfilegt að veiða 2300 tonn en vertíðin stendur fram á haust. Kvóti Skinneyjar Þinganess á Höfn í Hornafirði er um 650 tonn og segir Ásgeir Gunnarsson útgerðarstjóri að veiðarnar hafi gengið vel til þessa.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.