Flugfargjöld niðurgreidd um helming frá 2020

Starfshópur um framtíð innanlandsflugs leggur til að flugfargjöld fyrir íbúa sem búa langt frá höfuðborgarsvæðinu verði niðurgreidd um allt að helming frá árinu 2020. Í fyrstu verður hámark á hversu margar ferðir eru niðurgreiddar.

Lesa meira

Orð Bríetar höfðu áhrif á framgang verkefnisins

Undanfarna mánuði hefur Hús Handanna á Egilsstöðum unnið að þróun nýrrar vöru í tengslum við 100 ára fullveldi Íslands. Verkefnið er unnið í samstarfi við Steinrúnu Óttu Stefánsdóttur vöruhönnuð og Eik á Miðhúsum og framleitt að hluta hjá Pes grafískri hönnun í Fellabæ.

Lesa meira

„Beinlínis logið upp á þriðja orkupakkann“

Hilmar Gunnlaugsson, lögmaður hjá Sókn lögmannsstofu á Egilsstöðum, varð nýverið fyrsti Íslendingurinn til að ljúka meistaranámi á sviði orkuréttar sem fjórir evrópskir háskólar standa saman að. Lokaritgerð Hilmars fjallaði um áhrif þriðja orkupakka Evrópusambandsins á Ísland sem mikið hafa verið rædd hérlendis. Hann segir umræðuna sem verið hefur í gangi um orkupakkann að undanförnu á villigötum.

Lesa meira

Komandi kynslóðir eiga að njóta þess sama og við

Verkmenntaskóli Austurlands fékk í gær afhentan grænfánann, viðurkennngu fyrir skóla fyrir að sinna umhverfisverkefnum. Sérstök umhverfisnefnd hefur verið starfandi innan skólans frá haustinu 2016

Lesa meira

„Það má spila frispígolf allt árið“

„Ég hef unnið að því að leita leiða til að fjármagna frispígolfvöll í bænum og nú hefur ætlunarverkið tekist,“ segir Dagný Erla Ómarsdóttir, atvinnu-, menningar- og íþróttafulltrúi á Seyðisfirði, en í nóvember voru sex körfur settar upp.

Lesa meira

Helgin: Fullveldishátíð og fleira

Ísland varð frjálst og fullvalda ríki með gildistöku sambandslaganna 1. desember 1918. Frá því eru liðin hundrað ár og þess hefur verið minnst um land allt á árinu með ýmis konar viðburðum sem meðal annars verða á fjórum stöðum á Austurlandi um helgina. Ýmislegt annað verður einnig um að vera í fjórðungnum. 

Lesa meira

Treysta á að loðnuleit verði haldið áfram

Útgerðarmenn á Austurlandi treysta á að áfram verði haldið leit að loðnu en nánast ekkert fannst í haustleiðangri Hafrannsóknastofnunar. Ýmsar blikur eru á lofti með sveiflur í uppsjávartegundum sem Austfirðingar byggja mikið á.

Lesa meira

Hugarfar er ekki meðfæddur eiginleiki

Jákvætt hugarfar skiptir lykilmáli í hvernig fólk tekst á við hlutina þegar það mætir eiginleikum. Besta leiðin til að skapa jákvætt andrúmsloft í hópi er að tryggja að allir hafi þar hlutverk.

Lesa meira

„Finnst ég alltaf nokkuð tengdur Norðfirðingum“

„Ég er löngu byrjaður ad telja niður dagana og undirbúningurinn er á fullu. Svo skilst mér að allt sé á kafi í snjó þannig að þetta verður kannski enn meira ævintýri fyrir mig sem hef ekki enn séð snjókorn í vetur,“ segir söngvarinn góðkunni Eiríkur Hauksson í samtali við Austurfrétt, en hann er einn þeirra listamanna sem kemur fram á tónleikunum „Jólin til þín“ sem haldnir verða víðsvegar á Austurlandi í desember.

Lesa meira

Setti Íslandsmet í 600 metra hlaupi

Björg Gunnlaugsdóttir, UÍA, setti um síðustu helgi Íslandsmet í 600 metra hlaupi 12 ára stúlkna innanhúss á Silfurleikum ÍR. Björg hlaut alls þrenn gullverðlaun á mótinu.

Lesa meira

Vonar að sambandið haldi þó hún hafi klippt á lásinn

„Þetta er pínu viðkvæmt mál því það er svo mörgum sem finnst þetta fallegt,“ segir Lára Björnsdóttir, landvörður á Austfjörðum, sem klippti á fyrsta „ástarlásinn“ á svæðinu í vikunni.

Lesa meira

Fjarðarheiði væntanlega lokað í kvöld

Búist er við að veginum yfir Fjarðarheiði verði lokað seinni partinn í dag og ófært verði yfir Mývatns- og Möðrudalsöræfi eftir að þjónustu lýkur í kvöld.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.