Vildu skora á staðalímynd áhrifavaldsins

Austfirsku frumkvöðlarnir Ásbjörn Þorsteinsson frá Eskifirði og Auðun Bragi Kjartansson frá Egilsstöðum halda úti síðunni WHO CAN SEE YOU, sem bæði er hönnunarmerki og stökkpallur fyrir áhugasama út í heim samfélagsmiðla.

Lesa meira

Hissa á að ekki væri lögð meiri áhersla á fjárhagsáætlun í stjórn HEF

Fulltrúi Héraðslistans í stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) gagnrýnir að upplýsingar um fjárhagsáætlun fyrirtækisins á næsta ári hafi verið lagðar fram í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs áður en þær voru afgreidd af stjórn fyrirtækisins. Fulltrúar meirihlutans segir að fullt svigrúm gefist til að ræða áætlun á milli umræðna bæjarstjórnar um fjárhagsáætlunáætlun sveitarfélagsins.

Lesa meira

Lægri gjaldskrár eða meiri þjónusta?

Meirihluti Fjarðalista og Framsóknarflokks í bæjarráði Fjarðabyggðar fellst ekki á tillögur Sjálfstæðisflokks um breytingar á fjárhagsáætlun ársins 2019. Flokkurinn vill lækka fasteignamatsstuðul, lækka gjaldskrá hitaveitu og fallið verði frá lækkunum á skólamáltíðum. Meirihlutinn segir markmið sitt að auka þjónustu við íbúa.

Lesa meira

Frumsköpunarkrafturinn kitlaður

„Á námskeiðunum eru þátttakendur leiddir inn í tónlistariðkun á þeirra eigin forsendum. Enginn aðgangseyrir er á námskeiðin sem henta öllum áhugasömum og engar kröfur eru gerðar um grunnþekkingu í tónlist. Við hvetjum þátttakendur til að koma með sín eigin hljóðfæri af öllu tagi,“ segir Karna Sigurðardóttir, forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Fjarðabyggðar, um námskeið í spuna og skapandi ferli verður heldið í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði næsta sunnudag.

Lesa meira

„Það var ekki fjárskortur á heilsugæslunni í gær“

„Ég bara trúði þessu varla þegar ég sá þær storma þarna inn,“ segir ferðaþjónustubóndinn Sævar Guðjónsson á Eskifirði, um kind með tvö lömb sem rötuðu inn í húsnæði heilsugæslunnar á Eskifirði um miðjan dag í gær.

Lesa meira

Skattur sem kemur verst niður á fyrirtækjum í Fjarðabyggð

Bæjarráð Fjarðabyggðar mótmælir því að til standi að hækka veiðigjöld á uppsjávarstofna, umfram aðra, um tíu prósent. Bæjarfulltrúi segir þá gjaldtöku sem boðuð er ekki standa undir sér til lengri tíma litið.

Lesa meira

Stjórn veiða á sæbjúgum í klessu

Sjávarútvegsráðherra segir nauðsynlegt að herða reglur um veiðar á sæbjúgum. Stór hluti þeirra er veiddur út fyrir Austfjörðum. Skipstjóri segir þar hafa verið stundaðar ólympískar veiðar í haust.

Lesa meira

Sviptur ökuleyfi fyrir vítaverðan ölvunarakstur

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann til að sæta sviptingu ökuleyfis í tvö og hálft ár fyrir vítaverðan akstur undir áhrifum áfengis. Litlu mátti muna að maðurinn æki framan á bíl sem kom úr gagnstæðri átt.

Lesa meira

„Prófastdæmið leggur mikla áherslu á æskulýðsstarf“

Landsmótið er stærsti árlegi viðburður kirkjunnar. Í ár voru þátttakendur um 300 talsins en oft hafa um 700 ungmenni tekið þátt,“ segir Sigríður Tryggvadóttir, prestur á Seyðisfirði, sem kom að vel heppnuðu landsmóti Æskulýðssambands þjóðkirkjunnar (ÆSKÞ) fór fram á Egilsstöðum í lok október.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.