Hugarfar er ekki meðfæddur eiginleiki

Jákvætt hugarfar skiptir lykilmáli í hvernig fólk tekst á við hlutina þegar það mætir eiginleikum. Besta leiðin til að skapa jákvætt andrúmsloft í hópi er að tryggja að allir hafi þar hlutverk.

Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestrum undir merkjum jákvæðrar Fjarðabyggðar sem haldnir voru í sal Grunnskóla Eskifjarðar í síðustu viku. Fyrirlestrarnir eru hluti af verkefninu heilsueflandi samfélagi í Fjarðabyggð.

Alma Sigurbjörnsdóttir, sálfræðingur frá Skólaskrifstofu Austurlands, sagði að hugarfar skipti miklu máli þegar fólk mætti áskorunum í lífi sínu. Það væri ekki meðfæddur eiginleiki og þyrfti að þjálfa.

Flestir þekktu það af eigin reynslu að fæstir hlutir heppnuðust í fyrsta sinn, lykilinn að árangri væri blóð sviti og tár. Fólk þurfi líka að hafa trú á eigin getu og staðreyndin sé sú að það læri mest af reynslunni. Trúin skipti máli hvort fólki reyni þegar það lendi í mótbyr eða einfaldlega gefist upp.

Hinn fyrirlesarinn var Pálmar Ragnarsson, körfuknattleiksþjálfari í Reykjavík, sem vakið hefur athygli fyrir áherslu á að byggja upp jákvæðan anda í þeim hópum sem hann þjálfar og kraftmikla fyrirlestra. Hann lauk verið við lokaritgerð í háskóla þar sem hann kannaði hvort nota mætti sömu aðferðir við að byggja upp jákvæðan anda meðal barnanna sem hann þjálfar og meðal fullorðinna á vinnustöðum.

Sú var niðurstaðan í rannsókn hans. Pálmar sagði hægt að koma því þannig í kring að öllum liði vel á vinnustað en lykillinn að því væri að finna öllum sitt hlutverk. Ekki geti allir spilað sókn og því sé líka þörf á fólki í vörnina. „Fólki líður best þegar það finnur að það skipti máli,“ sagði Pálmar um niðurstöður sínar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.