Vegagerð hafin á ný í Berufirði

Framkvæmdir eru komnar aftur af stað við nýjan veg yfir Berufjörð eftir að samkomulag tókst um efnistöku. Vegagerðin hefur beðist afsökunar á að hafa farið fram úr efnistökuheimildum.

Lesa meira

„Tvö stöðugildi nægja ekki”

Aðeins tveir sálfræðingar eru starfandi hjá Skólaskrifstofu Austurlands en hún á að sinna greiningum og ráðgjöf við alla leik- og grunnskólum á svæðinu frá Vopnafirði til Djúpavogs. Forstöðumaður segist þó bjartsýnn á úrlausn mála.

Lesa meira

Versluninni lokað tveimur mánuðum eftir flutninga

Verslun Bílanausts á Egilsstöðum var ekki opnuð í morgun þar sem rekstur fyrirtækisins hefur verið stöðvaður. Tveir mánuðir eru síðan verslunin opnaði á nýjum stað eftir gagngerar endurbreytingar.

Lesa meira

Börnin vita oft meira um samskiptaforritin en foreldrarnir

Mikilvægt er að foreldrar eigi samtöl við börn sín um þær hættur sem felast í notkun samskiptaforrita og skapa öruggt umhverfi til að börnin geti leitað stuðnings ef þau lenda í ógöngum. Máli skiptir er að efla sjálfsöryggi ungmenna þannig þau geti sett í mörk í samskiptum sínum.

Lesa meira

Karlsstaðir auglýstir til sölu: Settum þetta út í kosmósið

Jörðin Karlsstaðir í Berufirði hefur verið auglýst til sölu. Þar hefur undanfarin ár verið byggð upp lífræn ræktun, ferðaþjónusta og menningarstarf undir merkjum Havarí. Ábúendur reikna alveg eins með að söluferlið geti tekið talsverðan tíma.

Lesa meira

Torfið flettist af Lindarbakka í Dyrfjallaveðri

Talsverðar skemmdir yrðu á húsinu Lindarbakka á Borgarfirði í miklu hvassviðri í gærkvöldi þegar torf á þaki hússins flettist af. Þá fauk malbik af veginum við brúna yfir Fjarðará.

Lesa meira

„Seyðisfjörður er þekktur fyrir veðursældina“

15,5 stiga hiti mældist á Seyðisfirði á ellefta tímanum í morgun sem verður að teljast óvenju hlýtt fyrir einn af fyrstu dögum janúarmánaðar. Seyðfirðingur segir íbúa gleðjast yfir góðu veðri þótt þeir séu ekki óvanir stökum hlýindadögum að vetri til.

Lesa meira

Desember einn sá hlýjasti í sögunni

Nýliðinn desembermánuður er einn sá hlýjasti sem mælst hefur á austfirskum veðurstöðvum. Mánuðurinn var um þremur gráðum hlýrri en gengur og gerist.

Lesa meira

Framtíð landsbyggðarinnar byggir á fjölbreyttum atvinnumöguleikum

„Ég er mjög ánægður með þetta, en ég er þeirrar skoðunar að framtíð landsbyggðarinnar sé undir því komin að atvinnulífið sé fjölbreytt og þetta styður svo sannarlega við það,” segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en Minjastofnun Íslands hlaut á dögunum 21 milljón króna styrk vegna fjarvinnslustöðvar á Djúpavogi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.