„Mikilvægt að standa vörð um þekkinguna”

„Mikill áhugi er á vefnaðarnáminu og höfum við reynt að svara þeirri eftirspurn þegar færi gefst,” segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hússtjórnarskólans í Hallormsstað, en boðið verður upp á tveggja vikna vefnaðarnám við skólann á voröninni.


Enn eru tvö laus pláss í grunnnámið sem hefst á næstu dögum. Bryndís segir skólann nýta tækifærið þegar færri nemendur sækja um grunnnám að bjóða upp á námskeið sem þetta, sem og önnur. Nemum í vefnaðarnámi gefst þá kostur á að búa á heimavist skólans meðan á námi stendur.

„Við þjöppum vefnaðarnáminu í tvær vikur og úr verður hálfgert vefnaðarmaraþon. Vefnaðarnámið er afar sérstakt og mikilvægt er að við stöndum vörð um þekkinguna. Eins og stendur eigum við ekki marga íslenska kennara með vefnaðarpróf og kennsluréttindi á framhaldsskólastigi. 

Paivi Vaarula, vefnaðarkennari frá Finnlandi verður með námskeið, en hún er alveg frábær og hefur kennt um allan heim. Hún er einnig textíllistamaður þannig að hún kann bæði allan grunninn auk þess sem hún prufar sig áfram og úr verða listaverk úr vefnaði.”

Fleiri námskeið eru áformuð á vorönninni, meðal annars í heimavinnslu mjólkurafurða í mars. „Það er um að gera að nýta okkar góðu aðstöðu sem við höfum við skólann. Á námskeiðinu kennum við hvernig meðal annars hvernig hægt er að búa til sinn eigin ost, bara svolítið eins og gömlu húsmæðurnar gerðu en fáir kunna í dag. Ætli megi ekki segja að það sé skref til aukinnar sjálfbærni.”

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.