Komandi kynslóðir eiga að njóta þess sama og við

Verkmenntaskóli Austurlands fékk í gær afhentan grænfánann, viðurkennngu fyrir skóla fyrir að sinna umhverfisverkefnum. Sérstök umhverfisnefnd hefur verið starfandi innan skólans frá haustinu 2016


Sérstök umhverfisnefnd hefur verið starfandi innan skólans frá haustinu 2016 þegar hann var skráður í verkefnið „skólar á grænni grein“ og stefnan tekin á Grænfána. Skólar á grænni grein fylgja sjö skrefa ferli sem efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna skólans um umhverfismál. Ef skólinn nær markmiðum sínum fær hann að flagga Grænfánanum til tveggja ára og fæst sú viðurkenning endurnýjuð ef skólarnir halda áfram góðu starfi.

Verkefnið hefur víðtæk áhrif og taka skólar ábyrga afstöðu í málum sem snerta umhverfið. Með því að innleiða raunhæfar aðgerðir og vinna á markvissan hátt að sjálfbærni í skólanum sýnir reynslan að skólar geta sparað talsvert í rekstri, segir í kynningu um Grænfánnann á vef Landverndar sem hefur umsjón með verkefninu. Guðrún Schmidt afhenti fánann fyrir hönd samtakanna.

Rebekka Rut Svansdóttir, formaður NIVA, nemendafélags VA stýrði athöfninni. Bergur Ágústsson, fulltrúi nemenda í umhverfisnefnd, sagði frá ferli verkefnisins innan skólans. Í ávarpi sínu nefndi hann sérstaklega mikilvægi þess að nemendur væru framtíðin og þyrftu að vera meðvitaðir um það að vernda umhverfið og leggja sitt af mörkum til að stuðla að sjálfbærni. Komandi kynslóðir ættu að geta notið þess sama og við gerum í dag.

Við athöfnina fluttu nemendur úr listaaakademíu VA tvö lög úr söngleiknum ,,Mamma Mia" sem þeir eru að sýna þessa dagana í Egilsbúð.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.