Riða greinist í Berufirði

lombRiðuafbrigðið Nor98 hefur greinst í kind á bænum Krossi í Berufirði samkvæmt heimildum Austurfréttar. Afbrigðið finnst fyrst og fremst í eldri kindum. Matvælastofnun leggur ekki til slátrun á bænum.

Lesa meira

Vara við ónæmi við sýklalyfjum: Stundum betra að jafna sig í rólegheitum en biðja um lyf

petur heimisson 07Evrópudagur vitundarvakningar um sýklalyf er haldinn í dag. Tilgangur hans er að vekja athygli á þeirri hætti sem mönnum getur stafað af sýklaónæmum bakteríum og hvetja til ábyrgrar notkunar sýklalyfja. Yfirlæknir heilsugæslunnar á Egilsstöðum segir að fólk græði stundum meira á því að halda sig heima og jafna sig í rólegheitum heldur en biðja um lyf.

Lesa meira

Enginn viðbótarbyggðakvóti á Breiðdalsvík: Íbúum finnst þeir hafa verið hafðir að fíflum

breiddalsvik1 ggBreiðdælingar eru afar ósáttir við þá ákvörðun Byggðastofnunar að úthluta engum viðbótarbyggðakvóta í sveitarfélagið. Umsóknir frá staðnum komust í úrtak en þóttu að lokum ekki nógu góðar. Þeir eru ósáttir við vinnubrögð stofnunarinnar sem stóð fyrir íbúaþingi daginn áður en tilkynningin barst.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Búið að grafa tæpa 35 metra

nordfjardargong bomba 0004 webÍ lok síðustu viku var búið að grafa 34,8 metra af nýjum Norðfjarðargöngum eða 0,5% af heildarlengd ganganna. Þar af voru fimm metrar sprengdir við hátíðlega athöfn á fimmtudaginn var.

Lesa meira

Haukur Óskarsson: Olíuvinnsla gæti hafist eftir áratug

haukur oskarson mannvitFinnist olía í vinnanlegu magni á Drekasvæðinu gæti olíuvinnsla þar hafist eftir tíu ár. Margvísleg atvinnutækifæri geta falist í þjónustu við leit og vinnslu séu menn undir það búnir. Viturlegast er þó fyrst í stað að nýta þá innviði sem til staðar eru.

Lesa meira

Vildu þrjár milljónir í bætur frá bílasölu en þurfa að borga tæpa milljón í málskostnað

heradsdomur austurlands hamar 0010 webHéraðsdómur Austurlands sýknaði nýverið Bílasölu Austurlands af kröfum Plútó ehf. um endurgreiðslur og skaðabætur upp á rúmar þrjár milljónir króna alls vegna rangra upplýsinga um ástand bifreiðar sem salan flutti inn að beiðni fyrirtækisins. Plútó var hins vegar gert að greiða bílasölunni og öðrum aðilum sem stefnt var um 900.000 krónur í málskostnað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.