Orkumálinn 2024

Stefnt að jarðefnaeldsneytislausu Austurlandi

„Helsti tilgangur verkefnisins er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og auka orkunýtni á Austurlandi og draga fram áskoranir og kosti þess að hætta notkun jarðefnaeldsneyta í landsfjórðungnum,” segir Jón Steinar Garðarsson Mýrdal, verkefnastjóri hjá Austurbrú, en stofnunin hlaut á dögunum 15 milljón króna styrk frá Alcoa Foundation fyrir verkefnið Orkuskipti á Austurlandi sem hefur verið starfrækt hjá Austurbrú frá árinu 2016.

Lesa meira

Ekki ástæða til að aðhafast í ráðningu bæjarstjóra Seyðisfjarðar

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið telur ekki forsendur til formlegrar umfjöllunar á ráðningu bæjarstjóra Seyðisfjarðarkaupstaðar í fyrra. Ráðuneytið telur meirihluta bæjarstjórnar ekki hafa farið út fyrir valdheimildir sínar við ráðninguna sjálfa en gerir athugasemd við hvernig staðið var að ákvörðun um að hefja ferlið.

Lesa meira

Lúðvíkshúsi komið fyrir á nýjum stað

Elsta húsi Neskaupstaðar, Lúðvíkshús, var komið fyrir á nýjum stað við götuna Þiljuvelli í gær. Framundan er að gera upp þetta sögufræga hús.

Lesa meira

Seyðisfjörður: Ekki skrúfað fyrir varmaveitu í lok árs

Stjórnendur RARIK hafa horfið frá fyrri yfirlýsingum um að rekstri fjarvarmaveitu á Seyðisfirði verði hætt í lok árs. Enn er verið að leita lausna á því hvernig hús Seyðfirðinga verði hituð upp til frambúðar.

Lesa meira

Er rétt að allar tekjur af fiskeldinu fari suður?

Bæjarstjóri Fjarðabyggðar gagnrýnir að í frumvarpi um fiskeldi, sem liggur fyrir Alþingi, sé ekki tryggt að auðlindagjald af eldinu verði með einhverjum hætti eftir á þeim stöðum þar sem eldið er stundað. Talað hafi verið fyrir daufum eyrum þegar forsvarsfólk sveitarfélagsins hafi reynt að vekja máls á þessu.

Lesa meira

Betri svefn til Bandaríkjanna

Norðfirðingurinn Erla Björnsdóttir stofnaði fyrirtækið Betri svefn árið 2013, eftir að hafa tekið þátt í Gullegginu, árlegri frumkvöðlakeppni á vegum Icelandic Startups. Núna, sex árum síðar, er fyrirtækið komið í samstarf við bandaríska fyrirtækið Fusion Health, sem sérhæfir sig í svefnvandamálum þar í landi.

Lesa meira

Vistvæn breyting hjá Húsi Handanna

Töluverðar breytingar standa fyrir hjá Húsi Handanna á Egilsstöðum sem rekja má til eflingu stafrænnar upplýsingagjafar og breyttra neysluhátta landans. Lögð verður áhersla á vistvænar vörur í versluninni.

Lesa meira

Vopnafjarðarhreppur vill greiða 44 milljónir af lífeyrissjóðsskuld

Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkti á fundi sínum í gær að greiða rúmar 44 miljónir króna af skuld við Lífeyrissjóðinn Stapa vegna vangoldinna lífeyrisgreiðslna á árunum 2005-216. Meirihlutinn taldi niðurstöðuna sanngjarna í ljósi málavaxta og stöðu sveitarsjóðs en minnihlutinn vildi greiða kröfuna alla. Framkvæmdastjóri lífeyrissjóðsins segir að skoða þurfi áhrif sáttaboðsins á sjóðsfélaga áður en ákveðið verði hvort málinu verði haldið áfram.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.