Austurbrú: Stofnkostnaður nær tvöfalt meiri en ráð var fyrir gert

Frá stofnun AusturbrúarStofnun stoðstofnunarinnar Austurbrúar varð tæplega tvöfalt dýrari en áætlanir gerðu ráð fyrir. Framkvæmdastjórinn segir það hugrekki að ráðast í þá áskorun sem sameining stoðstofnananna í eina hafi verið. Takist það vel verði það öðrum til eftirbreytni en þolinmæði þurfi til að verkefnið lukkist sem best.

Lesa meira

Útskrift úr VA: Skólinn er þroskavettvangur

va utskrift verdlaun willgeir webTæplega þrjátíu nemendur útskrifuðust úr Verkmenntaskóla Austurlands á nýloknu skólaári. Fráfarandi skólameistari segir skólagöngu flestra vera þroskaskeið þótt sumir líti á skólann sem biðstöð áður en út í alvöruna komi.

Lesa meira

Nýtt hjúkrunarheimili rís á Egilstöðum: Samið um lækkun frá tilboði

hjukrunarheimili egs samningur 0002 webVerksamningur um byggingu nýs hjúkrunarheimilis á Egilsstöðum á milli Fljótsdalshéraðs og VHE ehf. var undirritaður á fimmtudag. Síðustu vikur hafa staðið yfir samningaviðræður um breytingar á verkinu þar sem tilboðin sem bárust eftir útboð voru nokkuð yfir kostnaðaráætlun.

Lesa meira

Björgunarsveitin Vopni bjargaði skít

vopni skitbjorgunVerkefni björgunarsveita geta verið jafn misjöfn og þau eru mörg. Því fengu björgunarsveitarmenn í Vopna á Vopnafirði að kynnast í dag þegar bóndi í sveitinni hringdi í þá og bað um aðstoð við að bjarga skít.

Lesa meira

Túnfiskar veiðast í Lagarfljóti

fiskur ur fljotinu vor 2013Fátt er svo með öllu illt að ekki boði nokkuð gott. Vatnavextir í Lagarfljóti skiluðu bændum á Finnsstöðum í Eiðaþinghá svokölluðum túnfiskum sem benda til þess að ekki sé allur fiskur horfinn úr Lagarfljóti.

Lesa meira

Fjárhús brann á eyðibýli við Egilsstaði

kollsstadir bruni 0006 webFjárhús á eyðibýlinu Kollstöðum skammt fyrir innan þéttbýlið á Egilsstöðum brunnu til grunna í dag. Talið er að fimmtán hænuungar hafi brunnið þar inni.

Lesa meira

Hækkar um hálfan metra á dag í Hálslóni

karahnjukarVatnsyfirborð í Hálslóni hækkar um hálfan metra á dag en miklar leysingar eru á vatnasviðið þess. Útlit er fyrir að ekki þurfi að minnka álframleiðslu á Reyðarfirði vegna orkuskorts.

Lesa meira

Skriðuföll og grjóthrun í hláku á Austurlandi

oddsskard 31052013 sa webAurskriða féll rétt við bæinn Brú á Jökuldal í gær og um svipað leyti hrundi úr lofti Oddskarðsganganna. Stór aurskriða féll í Seyðisfirði í vikunni. Mikil hláka hefur verið á Austurlandi í vikunni og eru umhleypingarnar afleiðingar þeirra.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.