Tuttugu stiga hiti á Dalatanga í gær: Aðeins tvisvar gerst áður í nóvember

mjoifjordur webRúmlega tuttugu stiga hiti mældist á Dalatanga um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Hitinn hefur aðeins tvisvar áður farið yfir tuttugu stig í nóvember á Íslandi síðan mælingar hófust. Mikil hlýindi voru víða um fjórðunginn og hækkaði hitastigið víða snögglega eftir hádegið í gær.

Lesa meira

Orri Smára: Of mikil tölvunotkun er oftast afleiðing annarra vandamála

orri smarasonUmdeilt er hvort skilgreina eigi mikla tölvunotkun sem fíkn eða hvort annað hugtak eigi betur við þótt einkennin séu um margt hin sömu. Algengast er að tölvufíknin haldist í hendur við önnur undirliggjandi andleg vandamál, svo sem lágt sjálfsmat. Erfiðast virðist oft til að fá notandann til að viðurkenna ofnotkun sína.

Lesa meira

Sjálfstæðismenn á Héraði leita að nýjum bæjarfulltrúum

xd fherad frambod 2010Sjálfstæðismenn á Fljótsdalshéraði þurfa að finna nýja fulltrúa til að bjóða sig fram til setu í bæjarstjórn sveitarfélagsins í sveitarstjórnarkosningum í vor. Enginn þeirra þriggja sem setið hefur sem aðalmaður fyrir hönd flokksins gefur kost á sér áfram.

Lesa meira

Norðfjarðargöng: Farið varlega af stað

nordfjardargong 25112013Búið er að grafa rúmlega 70 metra af væntanlegum Norðfjarðargöngum eða tæplega 1% af heildarlengdinni. Farið er hægt af stað þar sem bergið þykir laust í sér.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að berja annan mann með álskóflu

heradsdomur domsalurHéraðsdómur Austurlands dæmdi í vikunni karlmann á þrítugsaldri í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að sérstaklega hættulega líkamsárás en hann barði annan mann tvívegis í höfuðið með álskóflu.

Lesa meira

Seyðfirðingar þakka nágrönnum fyrir stuðningsyfirlýsingar vegna Norrænu

norronaBæjarstjórn Seyðisfjarðarkaupstaðar þakkar nágrannasveitarfélögum sínum veittar stuðningsyfirlýsingar í baráttu sinni fyrir að vera áfram áfangastaður ferjunnar Norrænu. Forsvarsmenn færeyska skipafélagsins sem gerir út ferjuna hafa óskað eftir viðræðum við Fjarðabyggðarhafnir.

Lesa meira

Anna Birna næsti skólameistari Hússtjórnarskólans

annabirnaeinarsdottir webAnna Birna Einarsdóttir tekur við starfi Handverks- og hússtjórnarskólans á Hallormsstað um áramótin. Segja má að Anna Birna sé að snúa aftur á heimaslóðirnar en hún hefur síðustu ár búið á Húsavík.

Lesa meira

Efla: Einstakar aðstæður fyrir stórskipahöfn í Finnafirði

audlindin austurland ath webLandfræðilegar aðstæður fyrir stóra umskipunarhöfn í Finnafirði eru einstakar á landsvísu. Þetta er eitt af því sem fram hefur komið í frumathugun verkfræðistofunnar Eflu og þýska hafnarfyrirtækisins Bremenports á svæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.