Orrustuþotur æfa aðflug

Von er á aðflugsæfingum á vegum Atlantshafsbandalagsins í kringum flugvöllinn á Egilsstöðum á næstu dögum.

Fimm F-16 orrustuþotur komu til landsins fyrir helgi til að taka þátt í loftrýmisgæslu NATO. Alls taka allt að 110 liðsmenn bandaríska flughersins þátt í verkefninu, auk starfsmanna frá stjórnstöð Udem í Þýskalandi.

Flugsveitin er staðsett á Keflavíkurflugvelli, en að því er fram kemur í frétt á vef Landhelgisgæslunnar er gert ráð fyrir aðflugsæfingum á Egilsstöðum í dag eða á morgun.

Verkefnum flugsveitarinnar hérlendis lýkur í lok ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.