Telur litlar líkur á parvó-smiti

Daníel Haraldsson, dýralæknir á Egilsstöðum, hefur aflétt smitvörnum á dýralæknastofu sinni sem hann hefur viðhaft eftir að grunur kviknaði um að þangað hefði komið inn hundur smitaður af parvó-veiru.

Tíu dagar eru síðan hundur með einkenni smits kom inn á dýralæknastofuna. Hundurinn var mikið veikur og dó.

Parvó-veiran er bráðsmitandi og tilkynningaskyld. Vegna þessa tók Daníel sýni úr hundinum sem sent var í rannsókn auk þess sem hann gerði varúðarráðstafanir á stofu sinni sem fólust meðal annars í því að hundaeigendur voru beðnir um að koma ekki með dýr sín að fyrra bragði inn á stofuna.

Endanlegar niðurstöður rannsóknar á sýninu liggja ekki fyrir en Daníel segir líkur á að parvó—veirusmiti fara minnkandi. Þá hafi ekki komið upp nein önnur tilfelli. Í ljósi þessa og að lokinni sótthreinsun hafi varúðarráðstöfunum verið aflétt.

Parvó-veiran hefur verið landlæg á Íslandi frá árinu 1992 en sama ár voru teknar upp bólusetningar gegn henni hérlendis. Hún lýsir sér meðal annars með afar blóðugum niðurgangi og uppköstum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.