Sara Elísabet skrifstofustjóri Vopnafjarðarhrepps

Sara Elísabet Svansdóttir hefur verið valin úr hópi sautján umsækjenda um skrifstofustjóra Vopnafjarðarhrepps. Um að að ræða starf sem skilgreint hefur verið upp á nýtt í kjölfar skipulagsbreytinga. Tæplega tuttugu einstaklingar sóttu um starfið.

Sara Elísabet er með M.Sc. gráðu í ákvarðanaverkfræði/iðnaðarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík og B. Sc. Gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands og DTU.

Starfið er annað tveggja á skrifstofu hreppsins sem auglýst voru í apríl. Samkvæmt auglýsingu hefur skrifstofustjórinn umsjón með stjórnsýsluframkvæmd sveitarfélagsins, veitingu þjónustu og eftirfylgni með gæðum þjónustu, starfsmannamálum og tæknimálum.

Alls sóttu 20 einstaklingar um starfið en þrír drógu umsókn sína til baka.

Eftirtalin sóttu um starfið:

Bylgja Dögg Sigurbjörnsdóttir
Christine Carino Quirona, afgeiðslumaður
Dominyka Šutavičiūtė, hótelstarfsmaður
Guðni Albert Kristjánsson, grafískur hönnuður / sölustjóri áskriftar
Ingibjörg Ásta Gunnarsdóttir
Joaquim Vilela, starfsmaður í pökkun
Jón Sveinsson, tölvuumsjónarmaður
Karolina Regucka, skrifstofu- og verkefnastjóri
Kormákur Atli Unnþórsson, þjálfari, leiðbeinandi,, vefforritari og sölufulltrúi
Randver Pálmi Gyðuson, tölvunarfræðingur
Ravi Jani framkvæmdastjóri, flutninga- og birgðastarfsmaður
Sara Elísabet Svansdóttir sérfræðingur í gæðamálum
Shkelqim Qoku, skrifstofumaður
Valdimar K. Guðlaugsson, viðskiptafræðingur
Viðar Bjarnason, íþróttastjóri
Viggo Einar Viðarsson, bílstjóri
Þór Bínó Friðriksson, deildarstjóri

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.