Hafa áhyggjur af aukinni fíkniefnaneyslu

Lögreglan á Austurlandi hefur tvö fíkniefnamál til rannsóknar eftir síðastliðna helgi. Áhyggjur eru af aukinni neyslu á svæðinu.

Í yfirliti lögreglunnar frá nýliðinni helgi kemur fram að fjórtán fíkniefnamál hafi komið upp í umdæminu um síðustu helgi. Flest málanna komu upp á Seyðisfirði þar sem listahátíðin LungA og tónleikar í tengslum við hana voru haldin.

Af þessum tveimur málum eru tvö til frekari rannsóknar en í öðrum tilvikum var um svokölluð neyslumál að ræða.

Í samtali við Austurfrétt segir Óskar Þór Guðmundsson, rannsóknarlögreglumaður, að lögreglan á Austurlandi hafi áhyggjur af aukinni fíkniefnaneyslu ungmenna á svæðinu.

Nóg hefur verið að gera hjá lögreglunni á Austurlandi síðustu vikur. Rannsókn á máli þar sem karlmaður var særður lífshættulega með hníf í Neskaupstað stendur enn yfir. Hún tekur tíma þar sem málið er nokkuð viðamikið og tíma tekur að greina gögn. Landsréttur staðfesti fyrir helgi gæsluvarðhald yfir meintum árásarmanni til 8. ágúst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar