HSA sýknuð af launakröfu læknis

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) var á föstudag sýknuð af kröfum verktakalæknis hjá stofnunni um vangreidd laun. Landsréttur taldi læknirinn ekki hafa sýnt fram á að honum bæri að fá meira greitt en fólst í orðum samningsins og snéri þar með við dómi héraðsdóms.

Lesa meira

Íbúaþing helgað framtíðinni í Fljótsdal um helgina

Um helgina er boðið til samfélagsþings í Fljótsdal. Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps segir þingið vera hluta af stærra samfélagsverkefni til að efla byggð og samfélag í Fljótsdal „Þingið sjálft er helgað framtíðinni og hvert skuli stefna.“

Lesa meira

Nemendur í ME efndu til loftslagsmótmæla

Nemendur í Menntaskólanum á Egilsstöðum höfðu frumvæði að loftslagsmótmælum sem fram fóru á lóð skólans í hádeginu. Mótmælin eru hluti af alþjóðlegri hreyfingu til að þrýsta á aðgerðir til að hægja á loftslagsbreytingum.

Lesa meira

Finnafjarðarverkefnið er það mikilvægasta

Framkvæmdastjóri þýska hafnafyrirtækisins Bremenports segist hafa mikla trú á framgangi stórskipahafnar í Finnafirði. Áfangasigur sé unnin með samningum sem undirritaðir voru um verkefnið á fimmtudag.

Lesa meira

Tvær sóttu um skólastjórastöðu á Eskifirði

Tveir umsækjendur eru um stöðu skólastjóra á Eskifirði sem er laus frá upphafi næsta skólaárs. Umsóknarfrestur í tveimur öðrum austfirskum grunnskólum hefur verið framlengdur.

Lesa meira

Góð þátttaka Austfirðinga í byggðarannsókn

Austfirðingar hafa tekið vel í viðamikla rannsókn sem stendur yfir á byggðafestu og búferlaflutningum. Vonir standa til að hún gefi skýrari mynd hvað heldur í fólk á minni stöðum og styðji þannig við stefnumótun og aðgerðir í byggðamálum.

Lesa meira

Forsetaheimsókn vendipunktur í Finnafjarðarverkefni

Aðkoma Ólafs Ragnar Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, spilaði stóran þátt í því að þýska fyrirtækið Bremenports fór að sýna stórskipahöfn í Finnafirði áhuga. Ráðherra í fylkisstjórninni í Bremen segir verkefnið geta átt þátt í að koma Íslandi í forustusæti á norðurslóðum.

Lesa meira

Finnafjörður: Óvissu eytt með undirritun

Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps segir undirritun samninga um stofnun tveggja félaga sem tengjast mögulegri stórskipahöfn í Finnafirði þýða að hægt verði að búa til áætlanir sem byggja á að höfnin verði að veruleika. Talsmenn hrepps og Langanesbyggðar fögnuðu undirrituninni á fimmtudag.

Lesa meira

Skíðalyfta í Stafdal í lagi

Skíðalyfta í Stafdal virkaði eins og hún á að gera þegar óhapp varð í henni á sunnudag. Hún var opnuð á ný í gær.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.