Segja nýju sóttvarnareglurnar galnar

Formenn þriggja knattspyrnudeilda á Austurlandi segja að nýju sóttvarnarreglurnar sem kynntar voru í vikunni séu fullkomnlega galnar og þýða að fólk missir traust á yfirvöldum og þeim atburðum sem eru í gangi.

Lesa meira

Jólaland þar sem áður var hárgreiðslustofa

Fyrrum húsnæði hárgreiðslustofunnar Exító í verslunarmiðstöðinni Molanum í Reyðarfirði tekur á sig mynd jólalands þar sem tónlistarmenn flytja jólalög um helgina. Forstöðumaður Menningarstofu Fjarðabyggðar segir að þörf hafi verið á að finna nýjar leiðir til að flytja lifandi tónlist á tímum samkomubanns.

Lesa meira

Dæmdur fyrir að sparka í höfuð lögreglumanns

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt karlmann í 90 daga skilorðsfundið fyrir að sparka í höfuð lögreglumanns við skyldustörf. Maðurinn glímdi við andlega erfiðleika þegar atvikið átti sér stað.

Lesa meira

Áfram svipaðar reglur

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands vekur athygli á nýjum sóttvarnareglum sem heilbrigðisráðherra kynnti í dag og taka gildi á fimmtudag.

Lesa meira

Halli á rekstri A-hluta Mulaþings vegna COVID

Halli verður á rekstri A-hluta Múlaþings á næsta ári upp á 251 milljón kr. Hinsvegar verður lítilsháttar afgangur á samanteknum rekstri A og B hluta eða 5 milljónir kr., að því er segir á vefsíðu Múlaþings.

Lesa meira

Rafeyri kaupir Rafmagnsverkstæði Andrésar

Fyrirtækið Rafeyri frá Akureyri hefur keypt Rafmagnsverksvæði Andrésar á Eskifirði. Gert er ráð fyrir að verkstæðið verði að mestu rekið með óbreyttum hætti.

Lesa meira

Falla frá eldi við Háubakka

Fiskeldi Austfjarða ætlar að falla frá eldissvæði undir Háubökkum, innarlega í Seyðisfirði. Fyrirtækið hefur sótt um leyfi til að ala 10 þúsund tonn af laxi í firðinum.

Lesa meira

Óánægja Seyðfirðinga kemur ekki óvart

Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Múlaþings, tók í dag á móti undirskriftum um 280 Seyðfirðinga þar sem mótmælt er áformum um 10 þúsund tonna laxeldi á vegum Fiskeldis Austfjarða í firðinum. Hann segir mótmælin styðja við gagnrýni nefnda sveitarfélagsins um skort á samráði um eldið.

Lesa meira

Skóli til sölu hjá Fjarðabyggð

Fjarðabyggð hefur auglýst eignir til sölu á vefsíðunni sinni. Meðal eignanna er fyrrum skólahúsnæði að Kirkjumel á Norðfirði.

Lesa meira

Jólasíld SVN í ár sögð sú besta að venju

„Fólk segir í ár að síldin sé sú besta. Það höfum við heyrt áður og það sýnir að við erum alltaf á réttri leið. Ég tel að jólasíldin í ár sé algjört ljúfmeti og hún er í reynd lokapunkturinn á frábærlega vel heppnaðri síldarvertíð,“ segir Jón Gunnar Sigurjónsson yfirverkstjóri hjá Síldarvinnslunni (SVN) í spjalli á vefsíðu fyrirtækisins.

Lesa meira

Póstkosning hjá Framsóknarflokknum

Póstkosning verður notuð til að velja í efstu sætin á lista Framsóknarflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í lok september á næsta ári. Fimm einstaklingar hafa þegar lýst yfir framboði.

Lesa meira

„Erum fyrst og fremst að berjast gegn yfirganginum“

Undirskriftalistar með nöfnum um 280 Seyðfirðinga, sem mótmæla áformum um fiskeldi í firðinum, voru í dag afhentir Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra Múlaþings. Talsmenn undirskriftasöfnunarinnar segja Seyðfirðinga vilja fá að ráða örlögum fjarðarins sjálfir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar