Útlit fyrir að rýming standi til morguns

Áframhaldandi úrkomuspá á Seyðisfirði þýðir að litlar líkur eru á að íbúar þeirra 50 húsa sem rýmd voru á þriðjudag fái að snúa aftur í dag. Skriða féll í Búðará í morgun.

Lesa meira

Skiptir máli að koma í veg fyrir frekara tjón

Hreinsunarstarf hófst á Seyðisfirði í dag eftir aurskriður sem féllu niður í bæinn í gær. Von er á fulltrúum Náttúruhamfaratryggingar Íslands á svæðið í lok vikunnar.

Lesa meira

Býr til piparkökuhús eftir uppskrift langalangömmu

Lucia Turzová íbúi á Eskifirði býr til ævintýraleg piparkökuhús á heimili sínu. Lucia kemur frá Slóvakíu og er uppskrifin sem hún notar aldagömul. „Þetta er uppskrift frá langalangömmu minni,“ segir hún.

Lesa meira

Drunur eins og ruðningsbíll væri að ryðja auða götuna

Íbúi á Seyðisfirði segir mikla samkennd ríkja í bænum eftir að 120 manns þurftu að finna sér annað heimili í nótt eftir að hús við fjórar götur í bænum voru rýmdar í gær eftir að tvær aurskriðu féllu niður í bæinn. Seyðfirðingar séu annars að byrja að sjá verksummerkin nú í birtingu.

Lesa meira

Lítil skriða í Botnahlíð í gærkvöldi

Lítil aurspýja kom niður á milli tveggja rýmdra húsa við götuna Botnahlíð á Seyðisfirði um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Ástandið þar verður metið þegar birtir á ellefta tímanum.

Lesa meira

Aurskriðurnar á Seyðisfirði kannaðar í dagsbirtu – Myndir

Bæjarstarfsmenn, slökkvilið og aðrir hafa í dag reynt að ryðja götur, beina lækjum í farvegi sína og forða frekara tjóni eftir aurskriður sem féllu á Seyðisfirði í gær. Ljóst er að mikil vinna er framundan við hreinsun.

Lesa meira

Ekki vitað um neinar skriður í morgun

Ekki er vitað um neinar skriður á Seyðisfirði í morgun en beðið er birtingar með að kanna verksummerki betur eftir skriðuföll gærdagsins. Björgunarsveitin Ísólfur aðstoðar íbúa ef þeir þurfa að komast inn í hús sem rýmd voru.

Lesa meira

Rýming húsa stendur fram á morgundaginn

Með hliðsjón af veðurspá er gert er ráð fyrir að rýming húsa á Seyðisfirði verði áfram fram á morgundaginn að minnsta kosti. Staðan er þó metin reglulega. Næsta tilkynning lögreglu er fyrirhuguð um klukkan 17:00 í dag.


Lesa meira

Okkar mistök að Bókatíðindi komu ekki í pósti

Benedikt Kristjánsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bókaútgefenda segir að það séu...“alfarið okkar mistök,“ að Bókatíðindi í ár bárust ekki með pósti til landsbyggðarfólks. Hér á Austurlandi hefur fólk þannig þurft að sækja Bókatíðindin á N1 bensínstöðvar.


Lesa meira

Íbúar á Seyðisfirði hvattir til að leita í Sæból

Íbúar sem rýmt hafa hús sín og þurfa nauðsynjar eru hvattir til að leita í Sæból, hús björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði. Þar bíður aðstoð við að fara inn á svæðið auk nýjustu upplýsinga.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.