Úrkoma á Seyðisfirði 270 mm á 2 dögum

Frá kl. 9 að morgni mánudags og þar til nú er mæld úrkoma á Seyðisfirði um 270 mm.

Þetta kemur fram á veðursíðunni Blika á Facebook. Þar segir að í nýlegu uppfærðu mati Veðurstofunnar á endurkomutíma úrkomu fyrir 43 stöðvar má heimfæra þetta úrkomumagn á 48 klukkustundum til 50 ára atburðar.

Á Austfjörðum rignir neðan um 400-600 m hæðar og lán í óláni að það skuli snjóa ofar. En á móti er óhjákvæmilega umtalsverð snjósöfnun til fjalla.

Spáin gerir ráð fyrir að heldur dragi úr í dag, en samt 30-40 mm á Seyðisfirði. Meiri rigning á láglendi hins vegar í nótt og á morgun og spáð 70-80 mm á 36 klst fram á miðjan föstudag.

„Samtals gætu þetta því orðið 450-500 mm á Seyðisfirði á um 10 dögum. Það telst vera aftakamikil (e. extreme) úrkoma á alla hérlenda mælikvarða,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.