Lítil skriða í Botnahlíð í gærkvöldi

Lítil aurspýja kom niður á milli tveggja rýmdra húsa við götuna Botnahlíð á Seyðisfirði um klukkan hálf tíu í gærkvöldi. Ástandið þar verður metið þegar birtir á ellefta tímanum.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu kom spýjan eftir lækjarfarvegi og hélst í honum að götunni þar sem hún gusaðist yfir hana. Ekkert tjón er enn sjáanlegt af hennar völdum.

Talsverð úrkoma er enn á Seyðisfirði eða 34 mm frá miðnætti. Bannað var að fara inn á svæðið sem rýmt var í fyrradag frá klukkan 16:30 í gær.

Staðan verður endurmetin þegar birtir, eða um klukkan hálf ellefu og er næstu tilkynningar að vænta um klukkutíma síðar. Íbúar geta nálgast upplýsingar hjá vettvangsstjórn aðgerða í húsi björgunarsveitarinnar Ísólfs frá klukkan átta.

Fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Herðubreið er áfram opin. Þar er áfallahjálp í boði og í tilkynningu aðgerðastjórnar frá í gær eru íbúar sem telja sig hafa þörf fyrir hana hvattir til að nýta hana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.