Býr til piparkökuhús eftir uppskrift langalangömmu

Lucia Turzová íbúi á Eskifirði býr til ævintýraleg piparkökuhús á heimili sínu. Lucia kemur frá Slóvakíu og er uppskrifin sem hún notar aldagömul. „Þetta er uppskrift frá langalangömmu minni,“ segir hún.

Lucia hefur bakað og selt piparkökur á jólamörkuðum á Austurlandi undanfarin þrjú ár. Piparkökuhúsin gerði hún í fyrsta sinn í ár.

„Ég gerði þessi hús fyrst og fremst fyrir vini mína hér fyrir austan og voru þau eingöngu hugsuð sem gjafir,“ segir Lucia. „En nú hafa nokkrir þeirra flutt í burtu þannig að ég á nokkur afgangs.“

Fram kemur í máli Luciu að töluverðan tíma taki að búa til piparkökuhúsin. „Ég er um það bil fjóra tíma að búa til hvert hús,“ segir hún.

Þeir sem hafa áhuga á að eignast piparkökuhús hjá Luciu geta haft samband í gegnum Facebook.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.