Aurskriðurnar á Seyðisfirði kannaðar í dagsbirtu – Myndir

Bæjarstarfsmenn, slökkvilið og aðrir hafa í dag reynt að ryðja götur, beina lækjum í farvegi sína og forða frekara tjóni eftir aurskriður sem féllu á Seyðisfirði í gær. Ljóst er að mikil vinna er framundan við hreinsun.

Um þrjár meginskriður er að ræða, tvær ofan við götuna Botnahlíð og þá þriðju ofan Austurvegar. Sú síðastnefnda kom niður við framenda hússins sem hýsir menningarmiðstöðina Skaftfell.

Hún umlykur hins vegar þrjú önnur hús auk bensínstöðvar Orkunnar. Vatnselgur hefur fossað sitt hvoru megin við stöðuna. Þykkt lag af drullu er á Austurveginum sjálfum. Þótt talsvert af möl hafi fylgt skriðunni en fyrst og fremst mold og drulla enda sökkva menn og eiga erfitt með að fóta sig sem ætla út á hana.

Allar eiga upptök sín í Botnabrún rétt ofan byggðarinnar en sú sem féll við Skaftfell kemur úr svokallaðri Nautaklauf. Þar fellur úr fram og niður í Breiðablikslæk og virðist taka með honum beygju niður að húsunum. Mildi virðist að hún hafi beygt því þar hefur hún skilið eftir myndarleg björg.

Sama má segja um innstu skriðuna, sem vart varð við um klukkan sjö í gærkvöldi, um fjórum tímum eftir hina fyrri tvær. Talsvert stykki virðist hafa farið af stað ofan innsta hússins við götuna Botnahlíð og fallið fram og ofan í gegnum skógrækt Seyðfirðinga niður í Dagmálalæk.

Segja má að nýtt gil hafi myndast í Botnabrúnina þar sem skriðan á upptök sín og rennur lítill lækur nú þar um. Skriðan blasir vel við þegar keyrt er inn í bæinn. Víðar í fjallinu má sjá ummerki eftir örlitlar spýjur.

Öll húsin við Botnahlíð hafa verið yfirgefin og er mannaður lokunarpóstur þar sem beygt er upp hana. Björgunarsveitin Ísólfur hefur aðstoðað fólk við að komast og ná í nauðsynjar eða huga að húsum sínum.

Seyðfirðingar hafa í dag reynt að moka frá húsum og dæla burtu vatni til að forða frekara tjóni. Það hefur á stundum verið erfitt. Dælurnar sem notaðar eru hafa til dæmis stíflast vegna drullu. Aðstoð hefur borist úr nágranna byggðum, einkum frá starfsmönnum á vegum sveitarfélagsins Múlaþings sem Seyðisfjörður tilheyrir nú.

Skriðurnar féllu eftir miklar rigningar síðustu sex daga. Heldur stytti upp í nótt en eftir hádegi byrjaði aftur að rigna. Hættustig er því enn í gildi á Seyðisfirði og ekki útlit fyrir að íbúar þeirra húsa sem rýmd voru í gær geti snúið heim til sín fyrr en í fyrsta lagi á morgun. Í dag hefur meðal annars Botnasvæðið verið myndað með flygildum til að meta stöðuna þar upp og líkurnar á frekari skriðuföllum.

Sfk Skrida 20201216 0002 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0003 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0005 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0007 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0009 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0010 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0011 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0014 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0015 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0017 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0018 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0019 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0021 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0023 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0024 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0028 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0029 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0032 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0033 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0038 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0040 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0041 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0044 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0045 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0046 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0048 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0049 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0051 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0053 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0054 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0056 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0057 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0058 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0059 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0064 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0069 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0076 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0081 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0084 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0085 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0087 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0088 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0089 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0092 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0095 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0096 Snyrt Web
Sfk Skrida 20201216 0097 Snyrt Web

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.