Bólusetning hafin á Austurlandi

Þórarinn Baldursson, læknir hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands, varð á hádegi fyrstur Austfirðingur til að vera bólusettur gegn Covid-19 veirunni.

Lesa meira

Hreinsunarstarf hafið á Seyðisfirði

Hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar á Seyðisfirði er hafið í þessum skrifuðu orðum. Jens Hilmarsson vettvangsstjóri á Seyðisfirði segir að fjórir hópar muni vinna skipulega að hreinsun bæjarins í allan dag.

Lesa meira

Þrír hópar frá Landsbjörgu í verðmætabjörgun á Seyðisfirði

Í kvöld leggja af stað þrír hópar björgunarsveitarfólks frá Norðurlandi Eystra til aðstoðar á Seyðisfirði. Björgunarsveitir á Austurlandi sem hafa staðið vaktina frá því fyrir jól fá nú liðsstyrk í þeim verkefnum sem eru fyrirliggjandi.

Lesa meira

Fyrsta áfanga bólusetningar lýkur á morgun

Bólusetning hófst á Austurlandi í dag. Allir íbúar hjúkrunarheimila verða bólusettir í þessari fyrstu umferð auk nokkurra aldraðra utan heimilanna, allt eftir reglum og skipulagi þar um. Þá eru framlínustarfsmenn Heilbrigðisstofnunar Austurlands í forgangshópi. Gert er ráð fyrir að bólusetningu í þessum fyrsta áfanga ljúki á morgun.

Lesa meira

Rafrænir flugeldar og kertafleyting á Lóninu

Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði hvetur landsmenn til að kaupa rafræna flugelda til styrktar sveitinni í ár. Einnig er ætlunin að í stað flugeldasýningar á Seyðisfirði um áramót verði kertum fleytt við Lónið.

Lesa meira

Rýmingu aflétt að hluta á Seyðisfirði

Fundi almannavarnanefndar, viðbragðsaðila og Veðurstofu lauk rétt í þessu. Þar kynnti Veðurstofa niðurstöður stöðugleikamats í hlíðum Seyðisfjarðar. Var niðurstaðan sú að aflétta rýmingu að hluta.

Lesa meira

Ákvörðun um frekari rýmingu á Seyðisfirði í kvöld

Veðurstofan er nú við mælingar og vettvangsskoðun í hlíðum Seyðisfjarðar. Gert er ráð fyrir að unnið verði úr þeim gögnum í dag og niðurstaða liggi fyrir síðar í dag eða í kvöld.

Lesa meira

Veiðifélög mótmæla harðlega áformum um laxeldi

Veiðifélögin á Fljótsdalshéraði , Veiðifélag Jökulsár, Veiðifélag Lagarfljóts, Veiðifélag Selfljóts og Veiðifélag Fögruhlíðarár mótmæla harðlega 10.000 tonna framleiðslu á frjóum norskum laxi í opnum sjókvíum í Seyðisfirði.


Lesa meira

Skemmtilegar og vel skrifaðar jólasögur

Úrslit liggja fyrir í jólasmásagnakeppni Menningarstofu Fjarðabyggðar. Dómnefndin var samstíga í mati sínu og sammála um að sögurnar sem skilað var inn væru gríðarlega skemmtilegar og vel skrifaðar, að því er segir á vefsíðu Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar