Eigendur húsa við fjórar götur á Seyðisfirði geta snúið aftur

Eigendur húsa við fjórar götur á Seyðisfirði geta snúið aftur í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

 

Sérfræðingar Veðurstofu Íslands könnuðu aðstæður í Botnabrún í dag og ekki er að sjá neinar breytingar að ráði frá því fyrir jól. Einnig hefur hreyfing verið mæld daglega og er hún lítil sem engin. Því er talið að stöðugleiki hafi aukist nægilega mikið til þess að hægt sé að aflétta frekari rýmingu, að því er segir í tilkynningunni.

Staðan í farvegi stóru skriðunnar sem féll föstudaginn 18. desember og í nágrenni hennar verður skoðuð frekar á morgun.

Þeir sem eiga hús við neðangreindar götur geta snúið aftur: Botnahlíð, Bröttuhlíð, Baugsveg og Austurveg.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.