Hreinsunarstarf hafið á Seyðisfirði

Hreinsunarstarf eftir aurskriðurnar á Seyðisfirði er hafið í þessum skrifuðu orðum. Jens Hilmarsson vettvangsstjóri á Seyðisfirði segir að fjórir hópar muni vinna skipulega að hreinsun bæjarins í allan dag.

Eins og fram hefur komið í fréttum hefur borist liðstyrkur frá björgunarsveitum af Norðurlandi eystra, alls 26 manns, en sá liðstyrkur mun í upphafi einbeita sér að verðmætabjörgun úr þeim húsum sem enn standa.

Jens Hilmarsson segir að fyrir utan fólkið sem vinnur að hreinsun bæjarins séu einnig sérfræðingar frá Veðurstofunni við vinnu á Seyðisfirði.

„Þeir munu vinna að rannsóknum sínum og mælingum meðan á hreinsunarstarfinu stendur,“ segir Jens.

Þá bendir Jens á að Vegaferðin sé einnig mætt og ætli sér að ryðja veginn norðanmegin í firðinum þar sem ein aurskriða féll.

„Þeir ætla að ryðja og opna veginn sem liggur að bænum Selstöðum,“ segir Jens.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.