Þrír hópar frá Landsbjörgu í verðmætabjörgun á Seyðisfirði

Í kvöld leggja af stað þrír hópar björgunarsveitarfólks frá Norðurlandi Eystra til aðstoðar á Seyðisfirði. Björgunarsveitir á Austurlandi sem hafa staðið vaktina frá því fyrir jól fá nú liðsstyrk í þeim verkefnum sem eru fyrirliggjandi.

Að sögn Guðbrands Arnar Arnarssonar aðgerðastjóra Landsbjargar mun hver hópur telja átta manns og auk þess fara tveir reyndir aðgerðastjórnendur til aðstoðar vettvangsstjórninni. Alls fara því 26 manns austur í dag og verða í verkefnum til 30. Desember. Alls má því áætla að um 75 manns frá björgunarsveitum verði í verkefnum til áramóta.

"Verkefni næstu daga verða fyrst og fremst á sviði verðmætabjörgunar. Unnið verður í rústum þeirra húsa sem þó eru enn uppistandandi og einnig verður unnið í öðrum verkefnum í stuðningi við samfélagið," segir Guðbrandur.

"Í ljósi þess áfalls sem dunið hefur yfir íbúana á Seyðisfirði þá voru tekin afgerandi skref til að lágmarka líkurnar á því að Covid-19 smit berist inn á skaðasvæðið.

Hóparnir fóru í skimun á Akureyri og Húsavík í dag og bíður hver hópur í sóttkví eftir neikvæðri niðurstöðu áður en lagt er af stað austur.

Hóparnir verða í gistingu á Egilsstöðum í nótt og mæta til verka á Seyðisfirði í fyrramálið. Allt veltur þetta þó á hættumati Veðurstofu Íslands og Almannavarna."

Einnig kemur fram hjá Guðbjarti að framhaldið mun síðan ráðast af því hvernig gengur næstu daga og mun aðkoma björgunarsveita enda að mestu þegar verðmætabjörgun er lokið og almennt hreinsunarstarf hefst.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.