Engar brennur hjá Vopnafjarðarhreppi um áramót

Þessi áramótin verða engar brennur haldnar hjá Vopna­fjarð­ar­hreppi hvorki áramóta­brenna né þrett­ánda­brenna.

Þetta kemur fram á vefsíðu Vopnafjarðar. Þar segir að tíu manna fjölda­tak­mark­anir gera það að verkum að ómögu­legt er að halda viðburði sem kunna að laða að mann­fjölda.

„Að því sögðu er það mikil­vægt að sveit­ar­félög gangi á undan með góðu fordæmi og fari eftir þeim sótt­varn­ar­reglum sem sett eru af yfir­völdum“ segir á vefsíðunni.

„Flug­elda­sýning mun þó fara fram á gaml­ársdag klukkan 17, enda ekki þörf á safnast saman til að að njóta hennar. Fólk er beðið um að hópast ekki saman og virða fjar­lægð­ar­mörk og fjölda­tak­mark­anir.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.