„Væsir ekki um okkur“

Ábúendur á Hánefsstöðum í sunnanverðum Seyðisfirði láta vel að sér þótt ekki hafi bílfært þangað síðan stóra skriðan féll á utanverðan Seyðisfjörð þann 18. desember síðastliðinn. Hella hefur þurft niður mjólk því mjólkurbíllinn kemst ekki á staðinn.

Lesa meira

Auður Gautadóttir hlaut styrk úr Snorrasjóði

Rétt fyrir áramót var úthlutað námsstyrk úr Snorrasjóði fyrir skólaárið 2020-2021.Þetta er í annað skipti sem úthlutað er úr sjóðnum og að þessu sinni var það Auður Gautadóttir sem hlaut styrk að upphæð 500.000 kr. Auður stundar nám í læknisfræði í Slóvakíu og er nú á fimmta ári í náminu.

Lesa meira

Þrettándagleði Hattar fellur niður

Vegna aðstæðna þá verður ekki haldin formleg Þrettándagleði Hattar í ár, eins og undanfarin ár. Aftur á móti verður haldin flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði mun sjá um eins og alltaf.

Lesa meira

Enginn án húsaskjóls í kjölfar skriðufallanna

Seyðfirðingar sem annað hvort ekki geta eða vilja ekki snúa aftur í hús sín eftir skriðuföllin í desember eiga að vera með með öruggt húsnæði í gegnum félagsþjónustu Múlaþings. Félagsmálastjóri segir engum verða hent á götuna að þeim tíma liðnum en aðeins sé hægt að taka eitt skref í einu.

Lesa meira

Hvatt til sýnatöku fyrir heimferð til Austurlands

"Þá hvetur aðgerðastjórn íbúa sem nauðsynlega þurfa að leggja land undir fót yfir í aðra fjórðunga að fara þar um með ítrustu aðgætni, huga að persónubundnum sóttvörnum og ekki síst að fara í sýnatöku gegnum Heilsuveru áður en haldið er til baka. Þá er og rétt að sýnatöku lokinni að halda sig til hlés þar til niðurstaða liggur fyrir, að öllu jöfnu samdægurs."

Lesa meira

Reikningur opnaður til styrktar Seyðfirðingum

Á vegum samráðshóps um áfallahjálp hefur verið opnaður reikningur fyrir þá sem styðja vilja við íbúa Seyðisfjarðar með fjárframlagi eftir aurskriðurnar sem urðu þar í desember.

Lesa meira

Vonast til að geta haldið áfram að aflétta rýmingum

Vonir standa enn til að hægt verði að aflétta rýmingu á að minnsta kosti hluta þess svæði sem fólki er ekki enn heimilt að dvelja á á Seyðisfirði. Ekki er hægt að slá föstu hvenær það verður en vonast er til að hægt verði að veita frekari upplýsingar er líður á vikuna.

Lesa meira

Starfsmenn SVN mættu COVID með þrautseigju

Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar (SVN) segir í áramótaávarpi sínu að starfsmenn fyrirtækisins hafi á liðnu ári mætt áskorunum vegna COVID með þrautseigju. Í ávarpinu fjallar Gunnþór auk þess um náttúruhamfarirnar í heimabæ sínum Seyðisfirði og komandi alþingiskosningar.

Lesa meira

Ríkið greiðir 2/3 af kostnaði við hreinsun á Seyðisfirði

Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að greiða tvo þriðju af kostnaði við hreinsunarstarf á Seyðisfirði vegna hamfaranna í síðasta mánuði en hann hleypur á hundruðum milljón króna miðað við grófa áætlun. Þá ákvað ríkisstjórnin að veita fimm milljónum króna til björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði.

Lesa meira

Búið að moka framhjá Silfurhöllinni

Vonast er til að vegurinn út í gegnum Seyðisfjörð verði opnaður um helgina. Seinlegt var að moka framhjá skrifstofuhúsnæðinu að Hafnargötu 28 en eftir það gengur verið hraðar þótt skriðan sé þykk.

Lesa meira

Mikilvægt að ná eins miklu vatni og hægt er úr Botnunum

Varnir gegn mögulegri skriðuhættu undir botnum byggir á að hægt sé að minnka vatnið á svæðinu. Slíkt drenkerfi hefði mögulega dregið úr stóru skriðunni sem féll þar 18. desember en hæpið er að nokkurt varnarkerfi hefði ráðið við hana að fullu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.