Gífurlegur munur á fasteigna- og brunabótamati húsanna á Seyðisfirði

Í umræðunni sem skapast hefur um hvort nauðsyn sé á því að rífa húsin sem enn standa á rýmingarsvæðinu á Seyðisfirði eða ekki vaknar spurningin um hvernig þessar eignir verða metnar. Ljóst er að það munar hundruðum milljóna kr. á fasteignamati og brunabótamati þessara eigna á heildina litið.

Lesa meira

Óbreytt staða á Seyðisfirði fram yfir áramót

Ákveðið hefur verið að halda áfram óbreyttri rýmingu á Seyðisfirði fram yfir áramót hið minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi.

Lesa meira

Mælingar auknar verulega á næstunni

Mælingar á jarðhreyfingum í Botnum, ofan byggðarinnar í norðanverðum Seyðisfirði, verða auknar verulega á næstunni. Fylgst er náið með svæði utan við stóru skriðuna sem féll 18. desember sem litlu virðist muna að hafi komið niður um leið.

Lesa meira

Vinna hafin í stóru skriðunni á ný

Hreinsunarstarf er aftur hafið á slóðum stóru skriðunnar sem féll á Seyðisfjörð föstudaginn 18. desember eftir hlé vegna áramóta og hlýinda. Stefnt er að því að komast í gegnum skriðuna í vikunni.

Lesa meira

Öllum áramótabrennum aflýst í Múlaþingi

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur öllum áramótabrennum verið aflýst í Múlaþingi. Flugeldasýningar í samstarfi við björgunarsveitir verða haldnar á Djúpavogi og á Egilsstöðum.

Lesa meira

65.000 rúmmetrar af efni komu niður

Áætlað er að 65.000 rúmmetrar af efni hafi runnið úr hlíðinni utan við Búðará í stóru skriðunni sem féll á Seyðisfjörð þann 18. desember síðastliðinn.

Lesa meira

Með hóp af Krossnefum í fæði á veturnar

Ævar Dungal fasteignasali er með hóp af Krossnefum í fæði hjá sér að Kaldá á Völlum yfir veturinn. Um er að ræða um 30 til 40 af þessum litríku fuglum sem koma daglega í matinn.

Lesa meira

Búið að ryðja að Silfurhöllinni

Búið er að ryðja Hafnargötu, veginn út í gegnum Seyðisfjörð, að húsinu sem áður stóð á lóð númer 28 og kallaðist Silfurhöllin. Þar þykknar skriðan.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.