Stefna á að hefja vinnslu í byrjun næstu viku

Stefnt er að því að starfsfólk geti mætt aftur til starfa í starfsstöð Síldarvinnslunnar á Seyðisfirði á mánudag en þar hefur starfsemi legið niðri síðan skriður féllu á bæinn um miðjan desember. Farið verður yfir stöðuna með starfsfólki þar á morgun. Ekkert liggur fyrir um bætur á tjóni sem atvinnurekendur hafa orðið fyrir á Seyðisfirði vegna rekstrarstöðvunar vegna aurflóðanna.

Lesa meira

Ekkert íbúðarhúsnæði til sölu á Egilsstöðum og Fellabæ

"Í sögulegu samhengi er það stórmerkilegt að ekkert íbúðarhúsnæði er til sölu í augnablikinu á Egilsstöðum og Fellabæ.,“ segir Sigurður Magnússon fasteignasali hjá fasteignasölunni Inni. „Raunar tel ég það einsdæmi á landsvísu að engin íbúð er til sölu í jafnstóru bæjarfélagi og um ræðir.“

Lesa meira

Lísbet Eva Halldórsdóttir íþróttamaður ársins hjá Hetti

Lísbet Eva Halldórsdóttir var valin Íþróttamaður Hattar 2020 en Lísbet hefur náð góðum árangri í fimleikum síðustu árin en lið Hattar vann Bikarmót FSÍ 2020 og hefur Lísbet einnig verið á úrtaksæfingum fyrir úrvalshóp Fimleikasambandsins. 

Lesa meira

Enduruppbygging ekki heimiluð þar sem hús eyðilögðust

Bæjarstjórn Múlaþings samþykkti á fundi sínum í dag að heimila ekki enduruppbygginu á lóðum þeirra húsa sem eyðilögðust í skriðuföllunum 18. desember. Með þessari ráðstöfun eiga eigendur þeirra að fá fullar bætur.

Lesa meira

Búið að opna í gegnum skriðuna

Vinnutæki sem hafa verið að moka í gegnum skriðuna, er féll á utanverðan Seyðisfjörð föstudaginn 18. desember, eru komin í gegnum hana og þar með út fyrir. Vegurinn er enn ófær venjulegum bílum og lagst gegn því að aðrir en þeir sem vinna á svæðinu séu þar á ferðum. Hætta vegna skriðufalla er þó talin minnkandi.

Lesa meira

Engar ákvarðanir á fundi Ofanflóðasjóðs

Hafsteinn Pálsson framkvæmdastjóri Ofanflóðasjóðs segir að á fundi sjóðsins í dag hafi aðallega verið farið yfir stöðuna á Seyðisfirði en engar ákvarðanir verið teknar um framhaldið.

Lesa meira

Pókerklúbburinn Bjólfur styrkir björgunarsveitina Ísólf

Pókerklúbburinn Bjólfur, sem samanstendur að mestu leyti af brottfluttum Seyðfirðingum heldur styrktarmót í byrjun janúar á hverju ári. Í ár verður mótið á netinu og hafa meðlimir klúbbsins ákveðið að styrkja Björgunarsveitina Ísólf á Seyðisfirði,

Lesa meira

Aflaverðmætið yfir 5 milljarðar króna

Þrátt fyrir loðnuleysi telst árið 2020 hafa verið gott ár hvað varðar veiðar á uppsjávartegundum hjá Síldarvinnslunni (SVN). Aflaverðmætið frá þessum veiðum nam yfir 5 milljörðum kr..

 

Lesa meira

Vonast til að geta komið upp húsnæði á fyrri helmingi ársins

Bæjarstjóri Múlaþings vonast til þess að hægt verði að reisa nýtt íbúðahúsnæði, sem hýst gæti einhverja þeirra sem misstu heimili sín í skriðuföllunum á Seyðisfirði í desember, á fyrri hluta þessa árs. Bæjarfulltrúar í Múlaþingi leggja áherslu að hratt gangi að tryggja þeim sem eru án heimilis öruggt skjól sem fyrst.

Lesa meira

Öll leitarskipin finna loðnu og taka sýni

Öll skipin sem eru í loðnuleit norður af landinu hafa fundið loðnu og tekið sýni. Rannsóknarskipið Árni Friðriksson á í vandræðum með leit vegna hafís. Gott veður er á leitarsvæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.