Reikningur opnaður til styrktar Seyðfirðingum

Á vegum samráðshóps um áfallahjálp hefur verið opnaður reikningur fyrir þá sem styðja vilja við íbúa Seyðisfjarðar með fjárframlagi eftir aurskriðurnar sem urðu þar í desember.

Að hópnum standa félagsþjónusta Múlaþings, Heilbrigðisstofnun Austurlands og Rauði krossinn.

Á íbúafundi í síðustu viku sagði Júlía Sæmundsdóttir, félagsmálastjóri Múlaþings, að fjöldi fólks hefði haft samband og viljað styrkja þá Seyðfirðinga sem um sárt eigi að binda beint.

Áður hefur verið safnað til styrktar björgunarsveitinni Ísólfi og deild Rauða krossins, sem stóðu í eldlínunni fyrstu dagana.

Þá sagði Júlía að þeir sem þyrftu fjárhagsaðstoð eftir áföllin í desember gætu annað hvort leitað eftir henni í þjónustumiðstöð almannavarna í Herðubreið eða snúið sér beint til félagsþjónustunnar.

Reikningsnúmer: 0175-05-070230
Kennitala: 530505-0570

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.