Austfirskur fréttaannáll 2014 - Júní

Article Index

meirihlutasamningur fherad 0030 webJúní:

Nýr meirihluti var myndaður á Vopnafirði þar sem Betra Sigtún valdi K-lista og skildi framsóknarmenn eftir eina í minnihluta.

Á Fljótsdalshéraði slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarmanna og Á-lista. Framsóknarmenn reyndu að koma á samstarfi allra framboðanna fjögurra í bæjarstjórn. Sú hugmynd var andvana fædd og hin framboðin þrjú mynduðu meirihluta án framsóknar.

Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum var sæmdur fálkaorðunni. Smári Geirsson, sagnfræðingur í Neskaupstað, hafði hlotið hana fyrr á árinu.

Flutningaskipið UTA var kyrrsett í Mjóeyrarhöfn og tók nokkrar vikur að greiða úr málinu þar sem skipafélagið var gert gjaldþrota.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerði athugasemdir við að kjöt sem framleitt hefði verið í Ástralíu hefði fengið verið stimplað í Hollandi rétt fyrir síðasta söludag og selt áfram til Íslands með nýjum stimpli. Kjötið átti að vera á borðum í mötuneyti Fjarðaáls.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði festi kaup á nýju Hoffelli sem kom frá Noregi.

Héraðsskjalasafn Austurlands opnaði ljósmyndavef með gömlum myndum. Austfirðingar tóku vel í vefinn og voru duglegir að deila myndum og minningum á samfélagsmiðlum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar