Austfirskur fréttaannáll 2014 - Október

Article Index

gullver svn 01102014 0007 webOktóber:

Mánuðurinn byrjaði á stórtíðindum en lögregluþjóni á Egilsstöðum var vikið frá störfum vegna gruns um brot í starfi. Hann var talinn hafa sektað erlenda ferðamenn fyrir umferðarlagabrot en síðan stungið sektunum í vasann.

Sama dag var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á útgerð Gullbergs á Seyðisfirði, nokkrum dögum eftir að framkvæmdastjóri Gullbergs hafði neitað frétt DV um að nokkuð slíkt væri í gangi.

Þar var einnig haldið Íslandsmótið í boccia í umsjón íþróttafélagsins Viljans. Tugir keppenda af öllu landinu sóttu mótið.

Á Eskifirði var nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun að viðstöddu fjölmenni. Heilbrigðisráðherra var þó fjarri góðu gamni því hann missti af morgunfluginu austur vegna misskilnings í ráðuneytinu. Mynd sem náðist af einkabifreið yfirlögregluþjóns í stæði fatlaðra vakti mikla athygli.

Rekstur kjörbúðarinnar á Borgarfirði komst í hendur nýrra aðila en opnunartími hennar hafði verið stopull.

Hugmyndir meirihlutans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um að flytja nemendur úr efri bekkjum Stöðvarfjarðarskóla á Fáskrúðsfjörð í sparnaðarskyni féllu vægast sagt í grýttan jarðveg. Heimamenn brugðust hart við og mættu á bæjarstjórnarfund. Öðrum hagræðingarhugmyndum í skólamálum var einnig illa tekið. Horfið var frá þeim í bili og endurskoðun rekstur skólanna felldur undir heildarúttekt á rekstri sveitarfélagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar