Hárdagur VA í Þórsmörk

img_5932.jpgÁ dögum myrkurs settu nemendur 3. annar hárdeildar Verkmenntaskóla Austurlands upp sýningu í Þórsmörk á Neskaupstað.

 

Lesa meira

Myndband ungs Djúpavogsbúa um heimahagana vekur mikla athygli

djupivogur.jpgNýtt myndband hins rétt ríflega tvítuga Djúpavogsbúa Skúla Andréssonar hefur vakið mikla athygli. Skúli, sem stundar nám í Kvikmyndaskóla Íslands, dvaldi heima á Djúpavogi í seinustu viku og safnaði skotum í myndbandið. Myndbandið, sem er aðgengilegt á YouTube, hefur gengið manna á milli á samskiptavefnum Facebook og vakið sterk viðbrögð Austfirðinga.

 

Lesa meira

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir Finnska hestinn

Image

Leikfélag Fljótsdalshéraðs frumsýnir í kvöld, föstudaginn 21. október, leikritið Finnski hesturinn eftir Sirkku Peltola. Verkið er gamanleikrit þar sem ísköld kaldhæðnin drýpur af hverju strái. Með leikstjórn fer Ásgeir Sigurvaldason. Leikfélagið fagnar 45 ára afmæli sínu í ár og er því sýningin sannkölluð afmælishátið.

Lesa meira

Opið hús í athafnaviku

midvangur1.jpgOpið hús verður í Miðvangi 1 (Níunni) á morgun, föstudaginn 18. nóvember, í tilefni alþjóðlegrar athafnaviku. Fyrirtæki, frumkvöðlar og einstaklingar sem starfa í húsinu bjóða gestum og gangandi að kynnast starfseminni.

 

Lesa meira

Kærleiksmaraþon í Vopnafjarðarkirkju: Gestir táruðust af gleði: Myndir

img_1656_web.jpgUnglingarnir í Vopnafjarðarkirkju stóðu í ströngu á sunnudaginn með því að setja punktinn yfir Vinavikunna 2011 á Vopnafirði. Þar voru hendur látna standa fram úr ermum. Vopnfirðingar fjölmenntu í kirkjuna og þáðu veitingar sem unglingarnir buðu upp á. Einnig gengu þau í öll hús á Vopnafirði og buðu fram aðstoð sína við heimilisverkin.

 

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.