Kærleiksmaraþon í Vopnafjarðarkirkju: Gestir táruðust af gleði: Myndir

img_1656_web.jpgUnglingarnir í Vopnafjarðarkirkju stóðu í ströngu á sunnudaginn með því að setja punktinn yfir Vinavikunna 2011 á Vopnafirði. Þar voru hendur látna standa fram úr ermum. Vopnfirðingar fjölmenntu í kirkjuna og þáðu veitingar sem unglingarnir buðu upp á. Einnig gengu þau í öll hús á Vopnafirði og buðu fram aðstoð sína við heimilisverkin.

 

Vopnfirðingar voru örlátir í stuðningi sínum við kærleiksframtak unglinganna og söfnuðust yfir 300.000.- kr. í frjálsum framlögum, sem varið verður til þess að styrkja ferð æskulýðsfélagsins á Landsmót æskulýðsfélaga kirkjunnar á Selfossi og til styrktar munaðarlausum börnum í Japan.

Kærleiksmaraþoninu lauk með Vinamessu í Vopnafjarðarkirkju. Þar voru samankomin á annað hundrað manns og unglingarnir stóðu fyrir helgihaldinu, þar með talið kirkjusöngnum, ásamt sóknarpresti. Guðsþjónustan var sannkallað vinamót. Í lok messunnar sungu unglingarnir „Hjálpum þeim“, sem þau höfðu æft síðustu vikur undir stjórn organistans. Fullorðin kirkjugestur sagði eftir messuna: „Söngurinn var svo fallegur að ég táraðist af gleði.“
 
Eftir messuna var pítsuveisla í safnaðarheimilinu og svo lauk dagskránni með flugeldasýningunni. Minnast menn þess ekki að messulok hafi farið fram með slíkum hætti.

Langur dagur að baki í kirkjunni á Vopnafirði þar sem unglingarnir lögðu sig fram frá morgni til kvölds. Um 30 unglingar taka virkan þátt í æskulýðsstarfi kirkjunnar á Vopnafirði.

Þetta framtak sýnir hve unga fólkið má sín mikils með frábærum verkum.

img_1610_web.jpgimg_1613_web.jpgimg_1614_web.jpgimg_1615_web.jpgimg_1636_web.jpgimg_1654_web.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.